Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

Aurum Holding-málið | 25. september 2018

Fjórða atrenna í Aurum-málinu hefst í dag

Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Tekist er á um meint umboðssvik og hlutdeild í þeim í tengslum við 6 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf.

Fjórða atrenna í Aurum-málinu hefst í dag

Aurum Holding-málið | 25. september 2018

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, …
Ólafur Hauksson héraðssaksóknari og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræða saman við aðalmeðferð málsins í héraði árið 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Tekist er á um meint umboðssvik og hlutdeild í þeim í tengslum við 6 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf.

Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Tekist er á um meint umboðssvik og hlutdeild í þeim í tengslum við 6 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf.

Þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingarinnar. Þá er Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn aðaleigandi bankans á þessum tíma, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum þeirra Lárusar og Magnúsar og til vara fyrir hylmingu og til þrautavara fyrir peningaþvætti, með því að hafa í krafti áhrifa sinna í Glitni beitt Lár­us og Bjarna for­töl­um og þrýst­ingi og hvatt til þess, per­sónu­lega og með liðsinni Jóns Sig­urðsson­ar, vara­for­manns stjórn­ar Glitn­is Banka hf., og Gunn­ars Sig­urðsson­ar, for­stjóra Baugs Group, að veita umrætt lán. Er lánið sagt hafa verið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félaginu Fons til hagsbóta.

Tveggja daga þinghald í Landsrétti

Tveir dagar fara í aðalmeðferðina, en fyrri hluta dags verða skýrslutökur yfir þeim Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri og Pálma Haraldssyni, sem jafnan hefur verið kenndur við Fons. Óskaði verjandi Lárusar eftir því að taka skýrslu aftur af Lárusi og mun ákæruvaldið einnig gera það. Þá óskaði ákæruvaldið eftir að taka skýrslu af Jóni Ásgeiri og Pálma.

Gert er ráð fyrir því að málflutningur ákæruvaldsins fari svo fram síðari hluta dagsins og á morgun fari fram málflutningur verjenda þeirra Lárusar, Magnúsar og Jóns Ásgeirs. Að lokum má gera ráð fyrir einhverjum andsvörum.

Upphaflega fjórir, en nú þrír

Í málinu voru upphaflega fjórir ákærðir, en ríkissaksóknari ákvað að áfrýja ekki sýknudómi yfir Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi viðskiptastjóra hjá bankanum, og mun Landsréttur því dæma í máli þriggja.

Málið var fyrst tekið fyrir í héraðsdómi á fyrri hluta ársins 2014. Voru þá allir fjórir ákærðu sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, en á þeim tíma var millidómstigið Landsréttur ekki komið til sögunnar.

Aurum-málið í Héraðsdómi árið 2016.
Aurum-málið í Héraðsdómi árið 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti dómurinn var ógiltur

Í apríl 2015 var dóm­ur héraðsdóms ógiltur af Hæsta­rétti vegna þess að um­mæli sér­fróðs meðdóm­ara í mál­inu voru tal­in gefa til­efni til þess að draga í efa að hann hafi verið óhlut­dræg­ur í garð ákæru­valds­ins fyr­ir upp­kvaðningu dóms­ins. Dóm­ar­inn er einnig bróðir at­hafn­armanns­ins Ólafs Ólafs­son­ar sem áður hafði verið sak­felld­ur í dóms­máli sér­staks sak­sókn­ara. Var í kjöl­farið öll­um dómur­um máls­ins skipt út og fór aðalmeðferð fram haustið 2016.

Tveir fundnir sekir í annað skiptið

Í nóvember 2016, þegar málið var tekið fyrir í annað skiptið í héraði, voru þeir Lárus og Magnús fundnir sekir í málinu. Jón Ásgeir og Bjarni voru hins vegar sýknaðir. Lárus hlaut eins árs fangelsi og Magnús tveggja ára dóm.

Þá var Lár­us Weld­ing dæmd­ur til að greiða 10,3 millj­ón­ir króna í máls­kostnað auk útlagðs kostnaðar. Magnús var dæmd­ur til að greiða 8,2 millj­ón­ir í máls­kostnað. Rík­is­sjóður dæmd­ur til að greiða 13,9 millj­ón­ir í máls­kostnað vegna sýknu Jóns Ásgeirs og 9,4 millj­ón­ir vegna sýknu Bjarna.

Jón Ásgeir ásamt verjendum í Aurum-málinu í héraðsdómi.
Jón Ásgeir ásamt verjendum í Aurum-málinu í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Verjendur hinna ákærðu hafa í vörn sinni meðal annars vísað til þess að þeir telji lánið sem deilt er um hafa bætt tryggingastöðu Glitnis en ekki aukið fjártjónsáhættu eins og ákæruvaldið byggir á. Þá hafa þeir ítrekað gagnrýnt langa málsmeðferð, en eftir tæplega 2 vikur verða tíu ár liðin frá fjármálahruninu árið 2008.

Við dómsuppkvaðningu héraðsdóms árið 2016 sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að þótt hann væri ánægður með niðurstöðuna fyrir hönd síns skjólstæðings, þá kæmu sakfellingarnar á óvart. Þá sagði hann að Jón Ásgeir hafi samfellt í 15 ár verið í stöðu sakbornings og að alltaf kæmu upp ný mál sem enginn sómi væri af fyrir ákæruvaldið.

mbl.is