Sauberliðið hefur ráðið Ítalann Antonio Giovinazzi til að keppa við hlið Kimi Räikkönen á næsta ári, 2019. Tekur hann sæti Svíans Marcus Ericsson sem áfram verður hjá liðinu sem þriðji ökumaður.
Sauberliðið hefur ráðið Ítalann Antonio Giovinazzi til að keppa við hlið Kimi Räikkönen á næsta ári, 2019. Tekur hann sæti Svíans Marcus Ericsson sem áfram verður hjá liðinu sem þriðji ökumaður.
Sauberliðið hefur ráðið Ítalann Antonio Giovinazzi til að keppa við hlið Kimi Räikkönen á næsta ári, 2019. Tekur hann sæti Svíans Marcus Ericsson sem áfram verður hjá liðinu sem þriðji ökumaður.
Giovinazzi þreytti frumraun sína í formúlu-1 í ástralska kappakstrinum 2017 er hann keppti í stað Pascal Wehrlein sem var frá keppni vegna meiðsla. Hann vakti athygli fyrir frammistöðu sína í Melbourne en keppni í Kína hálfum mánuði seinna gagnaðist lítt því hann klessti Sauberbílinn bæði í tímatökunum og í kappakstrinum.
Giovinazzi er 24 ára og ók nokkrum sinnum fyrir Haas-liðið á föstudagsæfingum keppnishelga í fyrra. Í ár hefur hann ekið fyrir Sauber á tveimur æfingum mótshelga, í Hockenheim og Ungverjalandi.
Ericsson hefur keppt fyrir Sauber frá og með 2015 en nú verður hlé á keppni af hans hálfu í formúlu-1, að öllu óbreyttu.