Sjálfstæðissinnar í Katalóníu hafa sett upp vegatálma á helstu þjóðvegum og hindrað ferðir hraðlesta í héraðinu í dag, ári eftir að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Spáni fór fram. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar tók við tími óeirða og mótmæla.
Sjálfstæðissinnar í Katalóníu hafa sett upp vegatálma á helstu þjóðvegum og hindrað ferðir hraðlesta í héraðinu í dag, ári eftir að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Spáni fór fram. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar tók við tími óeirða og mótmæla.
Sjálfstæðissinnar í Katalóníu hafa sett upp vegatálma á helstu þjóðvegum og hindrað ferðir hraðlesta í héraðinu í dag, ári eftir að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Spáni fór fram. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar tók við tími óeirða og mótmæla.
Hundruð aðgerðarsinna, margir með klúta fyrir andlitinu, lokuðu fyrir lestarsamgöngur í Girona, norður af höfuðstað Katalóníu, Barcelona. Götum í Barcelona og Lleida var lokað og eins hraðbrautinni AP-7, sem tengir Spán við Frakkland, og A2 sem tengir stórborgirnar Barcelona og Madrid saman.
Á Twitter-síðu járnbrautarfyrirtækisins Renfe kemur fram að hraðlestarsamgöngur milli Figueres, Girona og Barcelona hafi nánast stöðvast eftir að vegatálmum var komið upp í Girona.
Mótmælin eru skipulögð af grasrótarsamtökum sem nefna sig Comités de Defensa de la República (CDR) en samtökin voru stofnuð í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna.
Í færslu CDR á Twitter er birt mynd af rauðum, gulum og bláum fána aðskilnaðarsinna Katalóníu á lestarteinunum á brautarstöðinni í Girona.
24 slösuðust og sex voru handteknir á laugardag þegar mótmælt var í Barcelona. 90% af þeim 2,26 milljónum Katalóna sem kusu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins 1. október í fyrra sögðu já. Spænsk tjórnvöld og Hæstiréttur höfðu þá þegar dæmt kosninguna ólöglega en íbúar Katalóníu sættu sig ekki við það.
Eftir að héraðsstjórn Katalóníu lýsti yfir sjálfstæði 27. október rak ríkisstjórn Spánar héraðsstjórnina frá völdum og flúðu nokkrir háttsettir stjórnarliðar land í kjölfarið. Þeirra á meðal var Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar.
Hæstiréttur Spánar ógilti í sumar evrópska og alþjóðlega handtökuskipun á hendur Puigdemont og fleiri fyrrverandi forystumönnum sem flúðu til annarra landa Evrópu.
Handtökuskipunin var felld úr gildi vegna óvissu um hvort önnur Evrópulönd viðurkenndu saksókn á hendur Katalónunum á grundvelli umdeildra laga á Spáni um uppreisn gegn ríkinu.
Þýskur dómstóll hafði hafnað framsalsbeiðni spænskra yfirvalda á hendur Puigdemont á grundvelli ákæru fyrir uppreisn. Brot á spænsku lögunum varða allt að 30 ára fangelsisdómi en hliðstætt ákvæði er ekki að finna í þýskum lögum og dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að því væri ekki heimilt að framselja Puigdemont til Spánar á grundvelli þeirrar ákæru. Þýski dómstóllinn samþykkti hins vegar síðar beiðni um framsal á grundvelli ákæru fyrir misnotkun á opinberu fé í tengslum við þjóðaratkvæði um sjálfstæði Katalóníu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsstjórnarinnar í fyrra.
Úrskurður spænska dómarans þýðir að Carles Puigdemont og fimm aðrir forystumenn katalónskra sjálfstæðissinna geta nú ferðast á milli landa án þess að eiga á hættu að verða handteknir og framseldir til Spánar. Handtökuskipunin er þó enn í gildi á Spáni og þeir eiga því á hættu að verða handteknir snúi þeir aftur til Katalóníu. Níu sjálfstæðissinnar til viðbótar eru í haldi á Spáni og bíða þar saksóknar.