Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.
Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.
Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.
Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf., í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum tveimur í Landsrétti í morgun. Þannig snerist málið um ritskoðun. Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa áður dæmt að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögnin og að lögbann á umfjöllun um það skuli fellt úr gildi. Fór Sigríður fram á staðfestingu dóms héraðsdóms.
Sigríður benti á að komið hefði fram að Stundin og Reykjavík Media hefðu ekki í hyggju að fjalla um annað en ætti erindi við almenning. Sagði hún Glitni HoldCo ekki hafa sýnt fram á að gögnin sem um væri að ræða væru í eigu félagsins og yrði að bera hallann af því.
Benti Sigríður enn fremur á að Glitnir HoldCo hefði ekki lagt fram eigin gögn í málinu á sama tíma og félagið gerði kröfu um að fjölmiðlarnir tveir legðu fram þau gögn sem þeir hefðu undir höndum. Minnti hún sömuleiðis á að Landsréttur hefði þegar fjallað um málið.
Sigríður sagði blaðamönnum beinlínis óheimilt að veita upplýsingar um heimildarmenn sína samkvæmt lögum. Vísun forsvarsmanna og blaðamanna Stundarinnar og Reykjavík Media í 25. grein fjölmiðlalaga fæli í sér að heimildarmaður hefði óskað nafnleyndar.
Lögmaður Glitnis HoldCo, Ólafur Eiríksson, sagði fyrr í morgun að skilyrði þess að byggja á 25. grein fjölmiðlalaga væru ekki uppfyllt þar sem forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna tveggja hefðu neitað að svara því hvort heimildamaður þeirra hefði óskað nafnleyndar.
Sigríður benti á að dómstólar hefðu þegar fallist á að með því að neita að svara spurningum með vísan í 25. grein fjölmiðlalaga hefðu forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna verið að segja að heimildarmaður þeirra hefði farið fram á að njóta nafnleyndar.
Vísaði hún þeirri kenningu Ólafs að heimildarmaðurinn væri Jon Henley, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian, á bug. Um hafi verið að ræða samstarf fjölmiðla um að vinna úr umræddum gögnum. Ólafur væri varla að halda því fram að Henley væri hakkari.
Sigríður sagði Glitni HoldCo vilja lögbann á notkun ákveðinna gagna án þess að fyrir liggi hvað sé í þeim. Fjölmiðlarnir tveir hefðu engin áform um að fjalla um annað en gögn sem ættu erindi við almenning. Sagði hún að almennir borgarar þyrftu ekki að hafa áhyggjur.
Krafan um bann við umfjöllun fyrir fram væri alvarlegasta brotið gegn tjáningarfrelsinu. Lögbannið gegn umfjöllun um gögnin sneri ekki að öðrum fjölmiðlum. Einungis umræddum tveimur fjölmiðlum. Sigríður minnti á í þessu sambandi að lögbannið hefði staðið í ár.