„Þetta er mjög góð tilfinning og þetta er ofsalega sætur sigur. Ég lít ekki bara á þetta sem sigur fyrir okkur heldur sigur fyrir lýðræðislega umræðu í landinu og tjáningarfrelsið,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, um niðurstöðu Landsréttar um að hafna kröfu Glitnis HoldCo um lögbann á umfjöllun Stundarinnar.
„Þetta er mjög góð tilfinning og þetta er ofsalega sætur sigur. Ég lít ekki bara á þetta sem sigur fyrir okkur heldur sigur fyrir lýðræðislega umræðu í landinu og tjáningarfrelsið,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, um niðurstöðu Landsréttar um að hafna kröfu Glitnis HoldCo um lögbann á umfjöllun Stundarinnar.
„Þetta er mjög góð tilfinning og þetta er ofsalega sætur sigur. Ég lít ekki bara á þetta sem sigur fyrir okkur heldur sigur fyrir lýðræðislega umræðu í landinu og tjáningarfrelsið,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, um niðurstöðu Landsréttar um að hafna kröfu Glitnis HoldCo um lögbann á umfjöllun Stundarinnar.
„Mér finnst þetta ekki vera mál sem varðar aðeins Reykjavík Media eða Stundina, við horfum á þetta í víðara samhengi,“ bætir hún við.
Landsréttur hafnaði í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á umfjöllun Stundarinnar sem byggð er á gögnum frá Glitni banka. Landsréttur staðfesti þar með dóm héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að sömu niðurstöðu.
Ingibjörg segir að ritstjórn Stundarinnar þurfi nú að fara aftur yfir gögnin og þær fréttir sem var verið að vinna úr þeim áður en ákvörðun um frekari fréttaflutning verði tekin.
„Við þurfum að skoða það hvaða fréttir eiga erindi við umræðuna í dag. Það er náttúrulega ár liðið frá því að lögbannið var lagt á,“ segir hún.
Samkvæmt Ingibjörgu þýðir dómurinn að lögbannið haldi þó áfram gildi sínu þangað til tekin hefur verið ákvörðun um áfrýjun.
„Það hefur engin niðurstaða verið tekin um áfrýjun. Ég held þeir hafi 30 daga til að taka þá ákvörðun. Á meðan þá er lögbannið í gildi. Ef þeir ákveða að áfrýja þá varir lögbannið þangað til Hæstiréttur tekur málið fyrir,“ segir Ingibjörg.
Í samtali við mbl.is segir lögmaður GlitnisHoldCo að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort dómnum verði áfrýjað eður ei.
„Næsta skref er að fara yfir það með lögmanni okkar hvort við getum höfðað skaðabótamál og ef það er hægt munum við líklega fara þá leið,“ segir Ingibjörg að lokum.