Bjargaðu grænmetinu með þessu góða ráði

Húsráð | 6. október 2018

Bjargaðu grænmetinu með þessu góða ráði

Það verður ekki af Tobbu tekið að hún kann ýmislegt þegar kemur að grænmetisrækt og almennu garðhaldi. Hér deilir hún afbragðs ráði með lesendum.

Bjargaðu grænmetinu með þessu góða ráði

Húsráð | 6. október 2018

Framúrskarani uppskera!
Framúrskarani uppskera! mbl.is/samsett mynd
Það verður ekki af Tobbu tekið að hún kann ýmislegt þegar kemur að grænmetisrækt og almennu garðhaldi. Hér deilir hún afbragðs ráði með lesendum.

Nú þegar haustið læðist aftan af görðum landsins með tilheyrandi næturfrosti í efri byggðum er hver að verða síðastur að bjarga sumarblómunum og leifum úr grænmetisgarðanum. 

Sumarblómin er  tilvalið að klippa og setja inn í vasa. Hortensíur voru mjög vinsælarí sumar en þær má þurrka og nota sem stofustáss fram eftir vetri. Þær þorna fallega bara með því að vera settar í vasa með vatni.

Gulrætur hafa víða sprottið seint og illa sökum kulda í sumar en ekki örvænta. Séu þær enn ofurlitlar snar virkarað setja hlífðardúk yfir þær og leyfa þeim að hanga í garðinum fram í nóvember. Þær eiga að taka við sér við hitan sem dúkurinn gefur. Tobba Marinós segir sínar gulrætur hafa tekið fínan vaxtakipp á tveimur vikum og séu að stefna í að verða tilbúnar, litlar þó en dísætar og góðar. 

Hvílík gulrót! Hún er kannski smá en engu að síður …
Hvílík gulrót! Hún er kannski smá en engu að síður dísæt og dásmleg. mbl.is/TM
Þetta fína blóm var út í garði allt haustið og …
Þetta fína blóm var út í garði allt haustið og er ennþá svona fínt. mbl.is/TM
Meistari Tobba kallar ekki allt ömmu sína.
Meistari Tobba kallar ekki allt ömmu sína. mbl.is/TM
mbl.is