Breki Karlsson, fjölskyldufaðir í Hlíðunum í Reykjavík, með meistarapróf í hagfræði og hefur undanfarinn áratug unnið ötullega að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hér gefur hann fimm uppeldisráð.
Breki Karlsson, fjölskyldufaðir í Hlíðunum í Reykjavík, með meistarapróf í hagfræði og hefur undanfarinn áratug unnið ötullega að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hér gefur hann fimm uppeldisráð.
Breki Karlsson, fjölskyldufaðir í Hlíðunum í Reykjavík, með meistarapróf í hagfræði og hefur undanfarinn áratug unnið ötullega að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hér gefur hann fimm uppeldisráð.
1. Gagnrýnin hugsun
Gagnrýnin hugsun snýst um að kanna allar hliðar mála, sjá hluti frá öllum sjónarhólum og kryfja til mergjar. Ég reyni að ýta undir forvitni barnanna minna, hvetja þau til að spyrja spurninga, og efla þau í að færa rök fyrir máli sínu og hjálpa þeim að finna algengar rökvillur. Í því skyni hef ég til dæmis rætt við þau dæmi um tilboð „sem ekki er hægt að hafna“ eða hugtakinu „ókeypis hádegisverður“ og eins þegar eitthvað hljómar of gott til að vera satt.
2. Seinkuð umbun
Alltaf þegar við veljum eitthvað, þá veljum við jafnframt að eitthvað annað frá. Þetta getur verið gott að hafa í huga í fjármálum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl sjálfsstjórnar og getunnar til að seinka umbun við ýmiss konar velgengni í lífinu. Ég hef til dæmis rætt gildi sparnaðar við börnin mín í tengslum við afmælisgjafafé og hvatt þau til að leggja hlutfall af launum sem þau hafa unnið sér inn í sparnað. Annar sona minna bar út í þrjú ár, lagði fyrir um fjórðung launa sinna og keypti sér svo forláta tölvu þegar hann hafði efni á.
3. Láta sér leiðast
Eitt leiðarstefið hjá okkur hjónum er að leyfa börnunum okkar að láta sér leiðast. Ekkert er eins hollt og að láta sér leiðast. Því rétt á eftir leiðindum kemur yfirleitt frábær hugmynd. Við reyndum þetta á eigin skinni fyrir nokkrum árum þegar við dvöldum í rúman mánuð í Borgarfirði með börnin á aldrinum 5 til 10 ára og ekkert til viðurværis nema einn kassa af Legokubbum (engir skjáir). Ég er ekki að segja að það hafi ekki tekið á á stundum, með grátri og gnístran tanna, en þessa frís er enn minnst á heimilinu sem eitt af því skemmtilegasta sem við höfum gert saman.
4. Fyrirmynd
Í uppeldi, eins og flest öllu öðru, finnst mér skipta miklu meira máli hvernig maður hagar sér en hvað maður segir. Börnin manns eru líklegri til að taka upp góða og slæma siði manns í fjármálum, heldur en að hlusta á fyrirlestrana um dyggðugt líferni. Í því sambandi er áhugavert að hugsa svolítið um hvaðan manns eigin hugmyndir um peninga og fjármál koma. Ég hef í gegnum tíðina einnig velt fyrir mér hvort og hvernig hegðun mín í fjármálum endurspegli gildin mín og stundum komist að misvísandi niðurstöðum, og fengið þannig tækifæri til annarrar breytni.
5. Peningar eru ekki allt!
Þegar allt kemur til alls, þá eru peningar ekki allt. Það getur verið áhugavert að velta fyrir sér hvað peningar eru, þ.e.a.s. gjaldmiðill, reiknieining og verðmætaforði. En jafnframt að er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvaða hugmyndir og stundum ranghugmyndir við höfum um peninga og hvaðan þær koma. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru peningar ekki það sem gefur lífinu gildi. Þar kemur svo ótal margt annað til. Þar má sem dæmi nefna fjölskyldu, vini, heilsu, orðspor, hamingju og að láta gott af sér leiða.