Á þessum árstíma upplifa margir að hárið verður rafmagnað. Það gerist vegna þess að loftið er þurrt og kalt á Íslandi. Þá hleðst upp stöðurafmagn, en hvað er til ráða?
Á þessum árstíma upplifa margir að hárið verður rafmagnað. Það gerist vegna þess að loftið er þurrt og kalt á Íslandi. Þá hleðst upp stöðurafmagn, en hvað er til ráða?
Á þessum árstíma upplifa margir að hárið verður rafmagnað. Það gerist vegna þess að loftið er þurrt og kalt á Íslandi. Þá hleðst upp stöðurafmagn, en hvað er til ráða?
„Það getur munað gríðarlega miklu hvaða vörur eru notaðar eftir árstíðum. Það er auðvelt að segja að nota eigi vörur sem gefa raka og það er rétt, en velja þarf fyrir hverja hártýpu líka rétt. Á hármarkaðnum er mikil þróun og til að mynda mikið af vörum sem heita „Anti-Frizz“ eitthvað, þær eru akkúrat hannaðar til að róa hárið án þess að þyngja það sem getur stundum gerst með vörum sem gefa bara raka,“ segir Baldur Rafn Gylfason eigandi bPro.
En hvað er til ráða?
„Góður hárbursti, einn fyrir blautt hárið og annar fyrir þurrt hárið.
Margar dömur nota rúllubursta, þeir þurfa að vera alvöru, fagmaður veit hvað það er.
Gott fyrir alla að eiga eitt stykki rakatæki heima.
Hártæki sem við notum flest eitthvað og sumir mikið eru gríðarlega mikilvæg í þessu máli. Í þeim viljum við hafa „Ionic“ tækni sem breytir jákvæðum
jónum í neikvæðar sem gerir það að verkum að hárið rafmagnast ekki eins mikið, þurrktíminn styttist og þú færð meiri glans,“ segir hann.