Er hægt að gerast hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti? Þessu velti verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, sem ákærð er í innherja- og umboðssvikamáli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir sér í málflutningsræðu sinni í héraðsdómi í dag. Vísaði hann til orða saksóknara sem hafði áður sagt að meint brot Hreiðars hefði verið fullframið 6. ágúst árið 2008. Meint brot Guðnýjar ná hins vegar til dagsetninganna 20. ágúst til 9. september sama ár.
Er hægt að gerast hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti? Þessu velti verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, sem ákærð er í innherja- og umboðssvikamáli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir sér í málflutningsræðu sinni í héraðsdómi í dag. Vísaði hann til orða saksóknara sem hafði áður sagt að meint brot Hreiðars hefði verið fullframið 6. ágúst árið 2008. Meint brot Guðnýjar ná hins vegar til dagsetninganna 20. ágúst til 9. september sama ár.
Er hægt að gerast hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti? Þessu velti verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, sem ákærð er í innherja- og umboðssvikamáli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir sér í málflutningsræðu sinni í héraðsdómi í dag. Vísaði hann til orða saksóknara sem hafði áður sagt að meint brot Hreiðars hefði verið fullframið 6. ágúst árið 2008. Meint brot Guðnýjar ná hins vegar til dagsetninganna 20. ágúst til 9. september sama ár.
Sagði verjandinn að meint hlutdeild Guðnýjar samkvæmt málflutningi ákæruvaldsins væri falin í því að hafa sent tölvupósta, sjá um lánapappíra og látið undirrita þá eftir að Hreiðar var búinn að fullfremja þessi meintu brot. Með þessu sagði verjandinn að röksemdin væri fallin, enda gæti Guðný ekki gert hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti.
Saksóknari sagði hins vegar í andsvörum sínum að það hafi verið verknaður Hreiðars sem var fullframkvæmdur 6. ágúst, en að verknaður Guðnýjar hafi ekki verið fullframinn fyrr en 9. september þegar búið var að undirrita lánapappírana.
Verjandi Guðnýjar gagnrýndi einnig þann tíma sem rannsókn og málsmeðferð málsins hefur tekið. Sagði hann að hún hafi haft stöðu grunaðs síðan 2010 og þegar mest var hafi hún haft réttarstöðu grunaðs manns í 20 málum. Síðan þá hafi hún verið sýknuð tvisvar í sama málinu, Marple-málinu, og sé nú í aðalmeðferð að nýju, 10 árum eftir að fjármálakerfið hrundi. Sagði verjandinn að hér á landi væri nú búið að dæma 25-26 bankamenn í fangelsi fyrir að vinna vinnuna sína. Erlendis hafi það ekki verið gert, enda hafi stjórnvöld getað bjargað bönkunum.
Þá sagði hann mjög merkilegt að heyra að saksóknari hefði lækkað kröfu sínu gagnvart Guðnýju og væri nú kominn í lægsta stig ásetnings. Sagði hann ákæruvaldið vera komið svo neðarlega að það væri næstum því búið að fallast á kröfu sína um sýknu. „Það væri best fyrir saksóknara að fara að minni ósk og falla frá ákærum,“ sagði verjandinn.
Eftir málflutning verjanda Guðnýjar fengu saksóknari og verjendur að koma með andsvör. Ítrekaði saksóknari að Hreiðar væri ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa hrint af stað þeirri atburðarás sem varð til þess að hann fékk lán fyrir hlutabréfakaupum samkvæmt kauprétti. Telur ákæruvaldið að lánið sé ólöglegt þar sem stjórn hafi ekki samþykkt það og að það sé upp á mun hærri upphæð en kaupverðið. Vörnin hefur hins vegar bent á að það sé vegna þess að kaupin og færsla yfir í einkahlutafélag Hreiðars hafi skapað skattaskuld.
Tókust saksóknari og verjandi Hreiðars svo á um grundvöll fyrir innherjasvikaákærunni, en verjandinn hefur sagt að ákæran sé gegn vilja löggjafans þegar lög um innherjasvik voru sett. Það geti ekki átt við þegar verið sé að framselja bréf til félags í eigu sama aðila. „Er saksóknari ekkert að grínast?“ spurði hann þegar hann fór yfir röksemdir ákæruvaldsins og bætti við „Ég tel að þetta sé fullkomin rökleysa.“
Að lokum var málið dómfest af Símoni Sigvaldasyni, dómara málsins, en hann gaf upp að dómsuppsaga yrði 8. nóvember. „Ég á afmæli þá,“ sagði verjandi Guðnýjar og virtist sáttur með dagsetninguna.