Williamsliðið hefur ráðið tvítugan breskan ökumann, George Russell, til að keppa fyrir sig í formúlu-1 frá og með næsta ári, 2019.
Williamsliðið hefur ráðið tvítugan breskan ökumann, George Russell, til að keppa fyrir sig í formúlu-1 frá og með næsta ári, 2019.
Williamsliðið hefur ráðið tvítugan breskan ökumann, George Russell, til að keppa fyrir sig í formúlu-1 frá og með næsta ári, 2019.
Russell mun þreyta frumraun sína í greininni í Ástralíukappakstrinum í Melbourne í Ástralíu í mars nk.
Eftir árangursríkan feril í keppni á körtum hóf Russell keppni í bresku mótaröðinni í formúlu-4 árið 2014 og vann stigakeppni ökumanna á fyrsta ári. Hlaut hann það ár eftirsóttustu viðurkenningu ungra ökumanna í Bretlandi, heiðurstitil breska kappakstursökumannafélagsins (BRDC) og McLaren.
Næstu tvö árin keppti Russell í Evrópumótaröðinni í formúlu-3 og á fyrsta ári sínu í GP3-formúlunni 2017 vann hann titil ökumanna og tryggði sér hann þegar enn voru tvö mót eftir vertíðarinnar.
Hann hóf síðan keppni í undirdeild formúlu-1, formúlu-2, í ár og er sem stendur í forystu í stigakeppni ökumanna. Ásamt því hefur hann sinnt starfi reynsluökumanns fyrir Mercedes-liðið.