„Ég er hommi og þetta er árið 2018“

Réttindabarátta hinsegin fólks | 17. október 2018

„Ég er hommi og þetta er árið 2018“

Fórnarlömb fólskulegra árása í Parísarborg hafa birt myndir af áverkum sínum til að vekja athygli á ofbeldi sem stór þjóðfélagshópur verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar.

„Ég er hommi og þetta er árið 2018“

Réttindabarátta hinsegin fólks | 17. október 2018

Leikarinn Arnaud Gagnoud (t.v.) varð fyrir árás eftir að hafa …
Leikarinn Arnaud Gagnoud (t.v.) varð fyrir árás eftir að hafa faðmað kærasta sinn á almannafæri og ráðist var á Guillaume Mélanie (t.h.) fyrir utan veitingastað í borginni. Ljósmynd/Twitter/Samsett

Fórnarlömb fólskulegra árása í Parísarborg hafa birt myndir af áverkum sínum til að vekja athygli á ofbeldi sem stór þjóðfélagshópur verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar.

Fórnarlömb fólskulegra árása í Parísarborg hafa birt myndir af áverkum sínum til að vekja athygli á ofbeldi sem stór þjóðfélagshópur verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar.

Guillaume Mélanie, formaður samtakanna Urgence Homophobie, sem hjálpa fólki innan hinsegin samfélagsins sem býr við óöryggi í heimalandi sínu að sækja um hæli í Frakklandi,  varð fyrir árás sem gerð var á hóp hinsegin fólks í miðborg Parísar í gærkvöldi.

„Í kvöld var komið að mér,“ skrifaði Mélanie á Twitter og birti þar mynd af illa leiknu andliti sínu. „Árás vegna hómófóbíu þar sem ég yfirgaf veitingastað, brotið nef, í sjokki, blóð út um allt. Ég er hommi og þetta er árið 2018,“ skrifar Mélanie.

Frá því að ráðist var á leikarann Arnaud Gagnoud í lok september eftir að hann faðmaði kærasta sinn á götum úti hafa fórnarlömb sams konar árása farið að hans fordæmi og birt myndir af áverkum sínum á samfélagsmiðlum.

Borgarstjóri Parísar vill taka á árásunum

Mélanie var úti að borða ásamt vinum sínum í samtökunum þar sem þau voru að fagna því að einn skjólstæðingur þeirra hafði nýverið fengið dvalarleyfi í Frakklandi. Þegar þau voru að kveðjast fyrir utan veitingastaðinn kom maður upp að þeim og byrjaði að áreita hópinn.

„Hann tók væntanlega eftir því að við erum samkynhneigð og hafði eitthvað út á það að setja. Hann ýtti mér og kýldi mig í nefið,“ segir Mélanie í samtali við The Local, sem er handviss um að ef hann hefði verið einn á ferð væri hann enn á spítala.

Mélanie fékk gríðarlega mikil viðbrögð við færslu sinni, meðal annars frá borgarstjóra Parísar, Anne Hidalgo, sem sendi honum stuðningskveðjur. Árásir á hinsegin fólk í borginni verða sífellt algengari. „Líkt og ég sagði fyrir nokkrum dögum þá kallar þessi árásarhrina á sameiginlegt átak,“ segir í svari borgarstjórans. Hún hefur boðað fulltrúa hinsegin samtaka á sinn fund til að ræða árásirnar og möguleg viðbrögð borgaryfirvalda vegna þeirra. 

Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um 151 árás í borginni þar sem ráðist er á fólk vegna kynhneigðar þeirra. Á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 171. Árásunum virðist því fara fækkandi en talsmenn samtaka hinsegin fólks segja að taka skuli tölfræðinni með fyrirvara þar sem ekki er tilkynnt um fjölda árása. 

mbl.is