650 atkvæði gegn hinseginumræðu

Réttindabarátta hinsegin fólks | 18. október 2018

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld.

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

Réttindabarátta hinsegin fólks | 18. október 2018

Íslensku þingmennirnir kusu að sjálfsögðu með tillögunni.
Íslensku þingmennirnir kusu að sjálfsögðu með tillögunni. mbl.is/​Hari

Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld.

Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld.

„Á þinginu hafa þingmenn langflestra þjóða í heiminum sameiginlegan vettvang til þess að ræða lýðræðis- og mannréttindamál og þegar það er ekki einu sinni hægt að ræða málin er það alvarlegt,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem vakti athygli á málinu á Twitter og birti meðal annars myndskeið af miklum fagnaðarlátum sem brutust út meðal þingmanna í kjölfar þess að tillagan var felld.

Alþjóðaþingmannasambandið var stofnað árið 1889 og hefur Alþingi átt aðild að sambandinu frá 1951. Sambandið heldur þingfundi tvisvar á ári og voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ágúst Ólafur Ágústson staddir á 139. þingi sambandsins í Sviss ásamt Áslaugu Örnu.

Einsdæmi í sögu þingsins

Eftir því sem Áslaug Arna best veit er hefur aldrei áður farið fram atkvæðagreiðsla um dagskrárlið á þinginu sem er hvorki ályktunar- né ákvörðunarbær. Málefnið var raunar á dagskrá síðasta þings en sætti miklum mótmælum og var frestað og atkvæðagreiðslu um málið var krafist.

„Það sem kom á óvart í atkvæðagreiðslunni var hversu heitt í hamsi þingmönnum var að kjósa gegn því að þetta kæmist til umræðu,“ segir Áslaug Arna. Þingmenn nokkurra landa, svo sem í Suður-Ameríku og Afríku, hafi þó komið á óvart og kosið með tillögunni.

„Þetta segir manni bara að það er verk að vinna að ná fram réttindum fyrir hinsegin fólk.“

Vestrænu ríkin verði að standa saman

Hvað framhald málsins innan Alþjóðaþingmannasambandsins varðar segir Áslaug Arna ljóst að ekki sé í boði að hætta núna og að halda þurfi áfram að koma inn á málefni hinsegin fólks á þinginu. „Með hvaða hætti veit ég ekki, en vestrænu ríkin þurfa að standa saman í því. „Fólk sem er á móti þessu er auðvitað aðallega fáfrótt og það er okkar verkefni að upplýsa fleiri og halda þessu á lofti.“

mbl.is