59 milljónir falla á ríkissjóð

Aurum Holding-málið | 24. október 2018

59 milljónir falla á ríkissjóð

Allur málskostnaður vegna Aurum Holding-málsins verður greiddur af íslenska ríkinu, en alls eru það tæpar 59 milljónir króna. Þrír sakborningar voru sýknaðir í dag, er Landsréttur kvað upp dóm sinn.

59 milljónir falla á ríkissjóð

Aurum Holding-málið | 24. október 2018

Sakborningar í málinu voru allir sýknaðir.
Sakborningar í málinu voru allir sýknaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allur málskostnaður vegna Aurum Holding-málsins verður greiddur af íslenska ríkinu, en alls eru það tæpar 59 milljónir króna. Þrír sakborningar voru sýknaðir í dag, er Landsréttur kvað upp dóm sinn.

Allur málskostnaður vegna Aurum Holding-málsins verður greiddur af íslenska ríkinu, en alls eru það tæpar 59 milljónir króna. Þrír sakborningar voru sýknaðir í dag, er Landsréttur kvað upp dóm sinn.

Áfrýjunarkostnaður fyrir Landsrétti greiðist af ríkissjóði og þar með talin málsvarnarlaun verjandanna þriggja, sem samanlagt nema tæpum 17 milljónum króna.

Þá er ríkið einnig dæmt til að greiða allan sakarkostnað vegna málsins í héraði, með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi, alls rúmar 42 milljónir króna.

Alls eru þetta tæpar 59 milljónir króna, en með dóminum í dag sneri Lands­rétt­ur við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá 2016 hvað varðar Lár­us Welding, sem var þar dæmd­ur í eins árs fang­elsi, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem hlaut þá tveggja ára fang­els­is­dóm.

Héraðsdóm­ur sýknaði hins veg­ar Jón Ásgeir Jóhannesson en ákæru­valdið áfrýjaði þeirri niður­stöðu, sem í dag var staðfest af Landsrétti.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ber kassa með gögnum inn í …
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ber kassa með gögnum inn í dómsal í Landsrétti á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is