Vilja fá að veiða humar í gildrur

Humarveiðar | 24. október 2018

Vilja fá að veiða humar í gildrur

Landssamband smábátaeigenda leggur til að heimilt verði að veiða humar í gildrur, samhliða þróun á veiðum, vinnslu og markaðssetningu grjótkrabba.

Vilja fá að veiða humar í gildrur

Humarveiðar | 24. október 2018

Humarafli hefur minnkað mjög síðustu ár.
Humarafli hefur minnkað mjög síðustu ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landssamband smábátaeigenda leggur til að heimilt verði að veiða humar í gildrur, samhliða þróun á veiðum, vinnslu og markaðssetningu grjótkrabba.

Landssamband smábátaeigenda leggur til að heimilt verði að veiða humar í gildrur, samhliða þróun á veiðum, vinnslu og markaðssetningu grjótkrabba.

Þetta kemur fram í samþykkt sem fékk fram að ganga á aðalfundi félagsins, sem lauk á föstudag.

Skorar sambandið á stjórnvöld að huga alvarlega að skaðsemi trollveiða á humri á lífríki sjávar. Út frá rannsóknum á skaðsemi trollveiða liggi það í augum uppi að ekki verði hægt að bjóða náttúrunni upp á slíkar aðfarir til lengdar. Humarveiðar í gildrur lágmarki þá áhrif á lífríki hafsins og auki nýtingu auðlindarinnar til muna.

Löng þróunarvinna fram undan

Í greinargerð með samþykktinni er bent á að grjótkrabbi sé ný nytjategund innan fiskveiðilögsögu Íslands og finnist nú í miklu magni í Faxaflóa.

„Ljóst er að löng og kostnaðarsöm þróunarvinna er fram undan í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba áður en nýting á honum verði arðbær. Ómögulegt er fyrir smábátaeigendur að standa straum af kostnaði við slíka þróunarvinnu,“ segir í greinargerðinni.

„Með því að heimila humarveiðar í gildrur upp að vissu marki samhliða veiðum á grjótkrabba væri hægt að dekka hluta þess kostnaðar og hvetja útgerðarmenn til frekari þróunarvinnu við nýtingu á grjótkrabba, sem í framtíðinni yrðu sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar.“

mbl.is