Talsvert vantaði upp á að humarkvótinn næðist á síðasta fiskveiðiári og vertíðin var sú lélegasta frá upphafi. Veiðibann á humri er til umfjöllunar en ráðgjöf er væntanleg í janúar.
Talsvert vantaði upp á að humarkvótinn næðist á síðasta fiskveiðiári og vertíðin var sú lélegasta frá upphafi. Veiðibann á humri er til umfjöllunar en ráðgjöf er væntanleg í janúar.
Talsvert vantaði upp á að humarkvótinn næðist á síðasta fiskveiðiári og vertíðin var sú lélegasta frá upphafi. Veiðibann á humri er til umfjöllunar en ráðgjöf er væntanleg í janúar.
Aflinn varð um 820 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk í lok ágúst, en heimilt var að veiða um 1.500 tonn að meðtöldum heimildum frá fyrri árum. Árið 2010 náði aflinn 2.500 tonnum, 2016 var hann tæp 1.400 tonn og á fiskveiðiárinu 2016/17 veiddust 1.186 tonn af humri. Sókn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en aflabrögð farið versnandi.
Gögn úr fæðugreiningu í maga þorsks og ýsu á humarslóð fyrir sunnan og suðvestan land að vorlagi benda til þess að á þeim tíma sé humar algeng fæða þorsks, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.