Ofnbakaður grjónagrautur sem klikkar aldrei

Frá matarbloggurum | 29. október 2018

Ofnbakaður grjónagrautur

Flestir þekkja þá kvöl og pínu sem fylgir því að sjóða grjónagraut. Hér gefur hins vegar að líta uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á ekki að geta klikkað. Þessi uppskrift er í uppáhaldi hjá mörgum og því var ekki annað hægt en að deila. 

Ofnbakaður grjónagrautur

Frá matarbloggurum | 29. október 2018

mbl.is/Svava Gunnars

Flestir þekkja þá kvöl og pínu sem fylgir því að sjóða grjónagraut. Hér gefur hins vegar að líta uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á ekki að geta klikkað. Þessi uppskrift er í uppáhaldi hjá mörgum og því var ekki annað hægt en að deila. 

Flestir þekkja þá kvöl og pínu sem fylgir því að sjóða grjónagraut. Hér gefur hins vegar að líta uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á ekki að geta klikkað. Þessi uppskrift er í uppáhaldi hjá mörgum og því var ekki annað hægt en að deila. 

Ofnbakaður grjónagrautur

Ég var með kvöldmat sem við hjónin erum hvorugt sérlega hrifin af en krakkarnir elska, grjónagraut og lifrapylsu. Ég elda grjónagraut eins sjaldan og ég kemst upp með en annað slagið læt ég það eftir krökkunum.

Þar sem ég er óspennt fyrir grjónagrautnum er áhuginn fyrir að standa yfir pottinum og passa að hann brenni ekki við botninn mjög takmarkaður. Að elda grautinn í ofninum hentar mér mun betur og kvöldmaturinn getur varla orðið einfaldari en þetta. Grauturinn sér um sig sjálfur í ofninum og það þarf ekki að svo mikið sem að líta á hann á meðan.

  • 2,5 dl hrísgrjón (t.d. frá River)
  • 1,25 lítrar nýmjólk
  • nokkrar smjörklípur
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. sykur

Hitið ofninn í 175°. Blandið öllum hráefnum saman í stórt eldfast mót (a.m.k. 2 lítra). Setjið álpappír yfir og bakið í miðjum ofni í ca. 1,5 klst. (það er í lagi að sleppa álpappírnum því það myndast himna yfir grautinn sem er síðan flett af).

Þegar grauturinn er tilbúinn er efsta laginu á honum flett af og hrært vel í honum. Þynnið grjónagrautinn með mjólk ef þörf er á.

Svava Gunnarsdóttir.
Svava Gunnarsdóttir. mbl.is/Ljúfmeti.com
mbl.is