Christian Horner liðsstjóri Red Bull þakkar vélinni frá Renault, sem liðið brúkar, góðan árangur á kappaksturshelginni í Mexíkó. Þar fór Max Verstappen með sigur af hólmi og um skeið leit út fyrir tvöfaldan sigur liðsins.
Christian Horner liðsstjóri Red Bull þakkar vélinni frá Renault, sem liðið brúkar, góðan árangur á kappaksturshelginni í Mexíkó. Þar fór Max Verstappen með sigur af hólmi og um skeið leit út fyrir tvöfaldan sigur liðsins.
Christian Horner liðsstjóri Red Bull þakkar vélinni frá Renault, sem liðið brúkar, góðan árangur á kappaksturshelginni í Mexíkó. Þar fór Max Verstappen með sigur af hólmi og um skeið leit út fyrir tvöfaldan sigur liðsins.
„Lofa skal það sem lofsvert er,“ sagði Horner um Renault eftir kappaksturinn í Mexíkó. Það var ekki aðeins að Verstappen æki hraðast á öllum æfingunum þremur, heldur drottnaði liðið í tímatökunni líka og einokaði fremstu rásröðina. Vann Daniel Ricciardo ráspólinn og Verstappen var annar.
Var þetta í fyrsta sinn frá 2014 sem ökumenn Red Bull hefja keppni af fremstu rásröð.
Við vertíðarlok lýkur löngu samstarfi Red Bull og Renault eftir keppnistímabil vonbrigða. Red Bull hefur ítrekað gagnrýnt vélasmiðinn og sagt hann ástæðu þess að liðið hefur ekki getað keppt að staðaldri við þá bestu, Mercedes og Ferrari. Tónninn var annar eftir Mexíkókappaksturinn.
Drottnuðu að öllu leyti
„Renault hefur lagt okkur til samkeppnishæfa vél þessa helgi, sem gerði okkur samkeppnishæfa gagnvart keppinautunum. Við renndum okkur í þá, einokuðum fremstu rásröðina, unnum ráspólinn og annan rásstað, og unnum svo kappaksturinn með drottnandi hætti,“ sagði Horner. Fræðilega séð hefðum við átt að fara með tvöfaldan sigur af hólmi.
Lofthæðin hér bitnaði greinilega á suma keppinauta okkar og fyrir bragðið var Renaultvélin samkeppnishæf. Það er ástæðan fyrir því að við einbeittum okkur meira að þessum kappakstri en þeim fyrri og tókum á okkur akstursvíti til að vera sem best í stakk búnir hér,“ sagði Horner.
Á næsta ári gengur Red Bull til samstarfs við Honda um vélar. Hefur japanski bílsmiðurinn lagt Toro Rosso, sem er í eigu Red Bull, til vélar í ár. Hefur það samstarf borið sæmilegan árangur með því að bílar Toro Rosso hafa átta sinnum komið í mark í stigasæti, þ.e. í hópi tíu fremstu.