Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter.
„Átti langt og mjög gott samtal við Xi Jinping, forseta Kína. Við töluðum um ýmis mál, en lögðum mikla áherslu á viðskipti,“ skrifaði Trump.
Hann sagði að viðræður um deiluna þokuðust hægt og rólega í rétta átt og að fundir hefðu verið bókaðir á G20-ráðstefnunni sem fer fram í Buenos Aires í Argentínu í lok þessa mánaðar.
Forsetinn sagðist einnig hafa átt gott spjall við kínverska kollega sinn um málefni Norður-Kóreu.
Trump tilkynnti það um miðjan septembermánuð að Bandaríkin hygðust leggja innflutningstolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Sú aðgerð var umfangsmeiri en fyrri skærur í viðskiptadeilu ríkjanna tveggja.
Kínverjar svöruðu því með því að tilkynna um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði 60 milljarða dala.
Þá hefur Trump sakað Kínverja um að reyna að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja tolla á bandarískar vörur.