Glitnir HoldCo ætlar að sækja um leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar er varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, við mbl.is. Lögmaður Glitnis mun hafa tilkynnt lögmanni Stundarinnar þetta í dag, en RÚV greindi fyrst frá.
Glitnir HoldCo ætlar að sækja um leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar er varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, við mbl.is. Lögmaður Glitnis mun hafa tilkynnt lögmanni Stundarinnar þetta í dag, en RÚV greindi fyrst frá.
Glitnir HoldCo ætlar að sækja um leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar er varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, við mbl.is. Lögmaður Glitnis mun hafa tilkynnt lögmanni Stundarinnar þetta í dag, en RÚV greindi fyrst frá.
Landsréttur hafnaði kröfu Glitnis HoldCo um að staðfesta lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á umfjöllun fréttamiðla Stundarinnar 16. október í fyrra sem byggð er á gögnum frá Glitni banka. Þar með staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms sem einnig hafði hafnað því að staðfesta lögbannið.
Stundin rauf lögbannið 26. október síðastliðinn með umfjöllun um Glitnisskjöl sem sýna að Bjarni Benediktsson hafi leitt viðskipti Engeyinga í meira mæli en áður hafði komið fram og að afskriftir þeim tengdar hafi numið 130 milljörðum króna.