Lögmaður Glitnis HoldCo., Ólafur Eiríksson, vill ekki tjá sig um ástæður þess að fyrirtækið hafi ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í lögbannsmálinu á hendur Stundinni og Reykjavík Media.
Lögmaður Glitnis HoldCo., Ólafur Eiríksson, vill ekki tjá sig um ástæður þess að fyrirtækið hafi ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í lögbannsmálinu á hendur Stundinni og Reykjavík Media.
Lögmaður Glitnis HoldCo., Ólafur Eiríksson, vill ekki tjá sig um ástæður þess að fyrirtækið hafi ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í lögbannsmálinu á hendur Stundinni og Reykjavík Media.
„Það er búið að áfrýja, það var óskað eftir áfrýjunarleyfi í gær og frekar mun ég ekkert tjá mig um það mál,“ sagði lögmaðurinn, er blaðamaður spurði hvort það væri eitthvað sérstakt í þegar föllnum dómum sem fyrirtækið væri ósátt við.
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa hafnað kröfum Glitnis um staðfestingu lögbanns sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media. Umfjöllunin byggist á gögnum sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum um viðskiptamenn Glitnis banka, sem varð gjaldþrota í október árið 2008.
Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti hafa fjölmiðlarnir tvær vikur til þess að skila inn umsögn um áfrýjunarbeiðnina.
„Þegar áfrýjunarbeiðnin kemur inn sendum við út bréf til gagnaðila sem hefur tvær vikur til að skila inn umsögn og síðan kemur ákvörðun mjög fljótlega eftir það,“ segir María Káradóttir starfsmaður dómstólsins í samtali við blaðamann.
Því er ljóst að ekki mun liggja fyrir alveg á næstu dögum hvort Hæstiréttur tekur áfrýjunarbeiðni Glitnis HoldCo. í málinu til greina.