Skipað 50 sinnum að hægja ferðina

Formúla-1/Sauber | 2. nóvember 2018

Skipað 50 sinnum að hægja ferðina

Charles Leclerc, ökumaður Sauber, var áminntur 50 sinnum um að spara dekkin og hægja ferðina í kappakstrinum í Mexíko, svo langt gekk herfræði liðsins.

Skipað 50 sinnum að hægja ferðina

Formúla-1/Sauber | 2. nóvember 2018

Charles Leclerc, ökumaður Sauber, var áminntur 50 sinnum um að spara dekkin og hægja ferðina í kappakstrinum í Mexíko, svo langt gekk herfræði liðsins.

Charles Leclerc, ökumaður Sauber, var áminntur 50 sinnum um að spara dekkin og hægja ferðina í kappakstrinum í Mexíko, svo langt gekk herfræði liðsins.

Svo títt var Leclerc kallaður upp í talstöðinni og beðin að hægja ferðina, að hann var farinn að halda að einhver bilun væri í bílnum sem stjórar þess vildu ekki skýra honum frá. „Er bíllinn í ólagi?“, spurði hann undir lok kappakstursins um þrálátu fyrirmælin.

Leclerc stoppaði aðeins einu sinni til dekkjaskipta og var einn aðeins fimm ökumanna sem hófu keppni á mýkstu dekkjunum sem í boði voru. Á þeim ók hann fyrstu 13 hringina en skipti þá yfir á ögn harðari dekk, ofurmjúk  samt, og lét þau duga í 56 hringi.

Fyrsta hring var ekki lokið þegar fyrsta áminningin um að fara hægar barst í talstöðinni. Næstu 70 hringina endurtók sagan sig. Liðsfélagi hans Marcus Ericsson fékk einnig fjölda fyrirmæla af stjórnborði liðsins og gerði athugasemdir við það.

Leclerc var heldur ekki hress og gramdist að ítrekuðum fyrirspurnum hans um að fá að reyna draga uppi og komast fram úr  Nico Hülkenberg á Renault var ekki svarað, en hann var rétt á undan honum. „Charles, gleymdu Hülkenberg,” heyrðist á endanum í talstöðinni, „takmark okkar er að vera á undan [Stoffel] Vandoorne. Þú getur hægt á þér, hægðu á þér. Við þurfum að spara dekkin betur.“

Leclerc lauk keppni í sjöunda sæti, 11 sekúndum á eftir Hülkenberg og tveimur hringjum á eftir fyrsta manni, Max Verstappen.

mbl.is