Hver elskar ekki cinnabon - þessa brjálæðislega dásamlegu amerísku kanilsnúða sem gera allt betra? María Gomez á þessa uppskrift sem hún segir að sé allt of góð og svo sé svo auðvelt að gera þá. Það er ekki hægt að kvarta undan því.
Hver elskar ekki cinnabon - þessa brjálæðislega dásamlegu amerísku kanilsnúða sem gera allt betra? María Gomez á þessa uppskrift sem hún segir að sé allt of góð og svo sé svo auðvelt að gera þá. Það er ekki hægt að kvarta undan því.
Matarblogg Maríu er hægt að nálgast HÉR.
Ofurauðveldir cinnabon-snúðar
- Einn pakki af Toro Hveteboller
- 3 dl volgt vatn
- 50 gr. bráðið smjör
Fylling:
- 75 gr. mjúkt smjör eða Ljóma
- 2 og 1/2 msk. kanill
- 1 bolli púðursykur
Krem ofan á:
- 1 pakki Toro-ostakrem
- 125 gr. rjómaostur
- 50 gr. mjúkt smjör eða Ljóma
Aðferð:
- Byrjið á að gera deigið
- Hellið úr pakkanum í hrærivélarskál og bætið við volgu vatni og bræddu smjöri
- Hnoðið alveg þangað til að deigið fer í hringi meðfram skálinni og festist ekki á krókinn, ca. 3-5 mínútur
- Setjið í gluggakistu með miðstöðvarofn undir, eða á hlýjan stað, og leyfið að hefast í klukkutíma
- Takið næst út rjómaost og smjör og leyfið að standa á borði meðan deigið hefast til að það verði mjúkt
- Gerið núna fyllinguna. Best er að mýkja smjörið ögn í örbylgju án þess að bræða það (eins og fimm sekúndur)
- Hrærið svo saman púðursykri, smjöri og kanil
- Þegar deigið er búið að hefast hitið þá ofninn í 180-190 C°blástur.
- Fletjið nú deigið út í þykkan ferning eins og 1-2 cm þykkan og 40 cm langan
- Smyrjið næst fyllingunni á ferninginn og rúllið upp eins og þegar eru gerðir snúðar (ath. það er mikil fylling og þannig á það að vera)
- Skerið svo hvern snúð í ca. 4 cm þykkt og raðið í eldfast mót og breiðið stykki yfir í eins og 10 mínútur
- Bakið svo í ofninum í ca. 15-18 mínútur, eða þar til orðið ljósbrúnt. Passið að baka ekki of dökka.
- Meðan snúðarnir eru í ofninum er gott að gera ostakremið
- Þá er duftinu, smjöri og rjómaosti hrært saman þar til orðið kekkjalaust
- Takið svo snúðana úr ofninum og smyrjið öllu kreminu á þá heita
- Berið svo strax fram meðan þeir eru heitir, það er best
- Síðan er gott að hita afganga (ef einhverjir verða) í örbylgjunni