Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

Hreiðar Már Sigurðsson ehf. | 8. nóvember 2018

Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Þá þarf ríkissjóður einnig að greiða 3,6 milljónir í málsvarnarlaun Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, en hún var sýknuð í málinu.

Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

Hreiðar Már Sigurðsson ehf. | 8. nóvember 2018

Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði.
Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði. mbl.is/Þorsteinn

Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Þá þarf ríkissjóður einnig að greiða 3,6 milljónir í málsvarnarlaun Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, en hún var sýknuð í málinu.

Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Þá þarf ríkissjóður einnig að greiða 3,6 milljónir í málsvarnarlaun Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, en hún var sýknuð í málinu.

Í málinu var Hreiðar bæði ákærður fyrir innherjasvik og umboðssvik í tengslum við lánveitingu til einkahlutafélagsins Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. upp á 574 milljónir króna í ágúst árið 2008.

Sýknaður í umfangsmeiri hluta málsins

Héraðsdómur sýknaði Hreiðar af sakarefninu umboðssvikum, en í þeim hluta var tekist á um hvort hann misnotað aðstöðu sína til að láta bankann veita sér umrætt lán, en það var vegna nýtingar á kauprétti sem Hreiðar hafi vegna starfa sinna fyrir bankann. Má ráða af orðum dómsins að sá hluti málsins sé umfangsmeiri hluti málsins, en að því er vikið hér að neðan. Kom fram í gögnum málsins að stjórn bankans hafi frá árinu 2004 samþykkt kaupréttaráætlun bankans. Þá hafi ekki komið fram fyrir dómi annað en að Hreiðar hafi óskað eftir því að nýta kaupréttinn sinn. Þar hafi ekki falist fyrirmæli um lánveitingu, líkt og hann er ákærður fyrir. „Með hliðsjón af því sem hér að framan greinir hefur ákæruvaldi ekki tekist að sýna fram á að ákærði hafi látið Kaupþing banka hf. veita einkahlutafélagi ákærða lán, 6. ágúst 2008,“ segir í dóminum og með hliðsjón af því er hann sýknaður af þessum lið ákærunnar.

Vegna sýknu Hreiðars er Guðný einnig sýknuð, en hún hafði verið ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.

Fyrri dómur leiðir af sér sekt í seinni hluta

Í seinni hluta ákærunnar er Hreiðar ákærður fyrir að hafa fært bréf bankans af eigin nafni yfir á einkahlutafélagið. Var það gert á markaðsvirði þess dags. Hins vegar er Hreiðar sagður hafa í krafti stöðu sinnar sem forstjóri bankans átt að vita að markaðsverðið hafi gefið ranga mynd af verðmæti bréfanna og verið metið hærra en efni stóðu til vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar. Hefur Hreiðar meðal annars verið dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í stóra markaðsmisnotkunarmáli bankans.

Hreiðar benti á við meðferð málsins að hann hefði verið að færa eignarhlutinn í bankanum frá sér yfir til einkahlutafélags þar sem hann var eini eigandi og stjórnandi. Hann og félagið hefðu því í raun sömu upplýsingar og gætu viðskiptin ekki átt við um innherjasvik. Ekki væri verið að svíkja neinn. Ákæruvaldið vildi hins vegar meina að með þessari aðgerð væri hann að senda skilaboð út á markaðinn um að markaðsgengi bréfanna væri rétt og í því fælist að beita innherjaupplýsingum til að blekkja markaðinn. Undir þetta tók héraðsdómur. „Blekkti hann með því aðra á hinum skipulagða verðbréfamarkaði,“ segir í dóminum.

Dómurinn kemst svo að þeirri niðurstöðu að allur þungi í rannsókn og meðferð málsins hafi snúist um lánveitinguna, sem deilt var um í fyrri hluta ákærunnar. Vegna sýknunnar í þeim lið beri því ríkissjóði að greiða öll málsvarnarlaun bæði Hreiðars og Guðnýjar, samtals um 18 milljónir. Er Hreiðari ekki gerð nein refsing þrátt fyrir að vera fundinn sekur um innherjasvik, en hann hafði áður fyllt upp í refsiramma sambærilegra brota, bæði í Al Thani-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Segir Hreiðar dæmdan fyrir að svíkja sjálfan sig

Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, segir við mbl.is að ánægjulegt sé að Hreiðar hafi verið sýknaður af umfangsmesta þætti málsins, umboðssvikum, og vísar til þess að allur málskostnaður falli á ríkið. Hann segir hins vegar niðurstöðuna um innherjasvikin vera í andstöðu við reglur sem gilt hafi í Evrópu um innherjasvik. Þannig geti ekki verið um innherjasvik að ræða búi báðir aðilar yfir sömu upplýsingum. Segir hann niðurstöðuna fordæmalausa og að Hreiðar sé líklegast eini einstaklingurinn í vestrænni réttarsögu sem hafi verið dæmdur fyrir innherjasvik án þess að nokkur, annar en hann sjálfur, hafi verið svikinn. Segir Hörður að ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað hafi ekki verið tekin, en að það verði gert á næstu vikum.

mbl.is