Allt frá því að Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir David Fricke sem er ritstjóri hjá Rolling Stone og Leigh Lust sem hefur starfað í tónlistabransanum í þrjá áratugi verið fastagestir. Nú eru þeir komnir með lífstíðararmbönd á hátíðina og voru heiðraðir við setningu hennar.
Allt frá því að Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir David Fricke sem er ritstjóri hjá Rolling Stone og Leigh Lust sem hefur starfað í tónlistabransanum í þrjá áratugi verið fastagestir. Nú eru þeir komnir með lífstíðararmbönd á hátíðina og voru heiðraðir við setningu hennar.
Allt frá því að Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir David Fricke sem er ritstjóri hjá Rolling Stone og Leigh Lust sem hefur starfað í tónlistabransanum í þrjá áratugi verið fastagestir. Nú eru þeir komnir með lífstíðararmbönd á hátíðina og voru heiðraðir við setningu hennar.
Í hádeginu í dag, föstudag, munu þeir taka þátt í ráðstefnu á vegum Útón sem haldin verður á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg. Þar munu bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn og fólk sem starfar í greininni ræða um m.a. textagerð, kynjaskiptingu og blockchain. Fricke verður með erindi um öra þróun í fjölmiðlun og tónlist.
Ég ræddi við þá félaga um hátíðina í ár og tónlistarflóruna. Fricke er ekki svo hrifinn af því hversu rappið og hip-hopið er fyrirferðarmikið í tónlistarsenunni en þeir eru sammála um að það sé kostur að hátíðin sé minni í ár en oft áður.