Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Glitnis Holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media.
Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Glitnis Holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media.
Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Glitnis Holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media.
Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis Holdco, við mbl.is og segist vera ánægður með niðurstöðuna.
Fram kom á vef RÚV að Hæstiréttur telji lögbannið hafa fallið úr gildi með dómi Landsréttar og kemur það því ekki á borð dómstólsins. Hæstiréttur telur aftur á móti að það hafi verulegt almennt gildi ef fjallað verður um þá kröfu að Stundinni verði bannað að birta fréttir eða aðra umfjöllun byggða á gögnunum og að blaðinu verði gert að afhenda þau Glitni Holdco.
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfnuðu kröfum Glitnis um staðfestingu lögbanns sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media. Umfjöllunin byggist á gögnum um viðskiptamenn Glitnis banka, sem varð gjaldþrota í október árið 2008.