McLarenbíll Fernando Alonso verður í sérstöku útliti kappaksturshelgina í Abu Dhabi í tilefni þess að þar þreytir hann síðasta kappakstur sinn í formúlu-1.
McLarenbíll Fernando Alonso verður í sérstöku útliti kappaksturshelgina í Abu Dhabi í tilefni þess að þar þreytir hann síðasta kappakstur sinn í formúlu-1.
McLarenbíll Fernando Alonso verður í sérstöku útliti kappaksturshelgina í Abu Dhabi í tilefni þess að þar þreytir hann síðasta kappakstur sinn í formúlu-1.
Alonso er að ljúka sinni sautjándu keppnistíð í formúlu-1 en meðal uppskeru hans á þeim tíma eru tveir heimsmeistaratitlar ökumanna.
Útlitið byggir á sömu litum og keppnishjálmur hans: bláum, gulum og rauðum lit, sem einnig eru einkennislitir heimahéraðs hans á Spáni, Astúríu. Verður bíllinn í nýju litunum í aðeins þessu eina móti.
Þetta mun vera í fyrsta sinn frá því 1986 sem McLaren teflir fram bíl í einstöku útliti, fyrir aðeins eitt mót. Það var gert síðast í lokamóti finnska ökumannsins Keke Rosberg í formúlu-1. Var sá bíll gulur frá hvirfli til ilja.
Alonso hefur ekki útilokað að snúa aftur til keppni í formúlu-1 í framtíðinni. Hann segist búinn að fá nóg í bili af skorti á harðri og tvísýnni keppni í formúlu-1. Hafi það þó ekkert með að gera að bíll McLaren hefur verið ósamkeppnisfær.
Hann verður áfram á mála hjá McLaren og keppir til að mynda í nafni liðsins í bandaríska Indianapolis 500 kappakstrinum á næsta ári, 2019.
Alonso hefur 97 sinnum staðið á verðlaunapalli í formúlu-1, þar af 32 sinnum sem sigurvegari.