Framfarir Sauber mestar

Formúla-1/Sauber | 25. nóvember 2018

Framfarir Sauber mestar

Sauber er það  lið sem mestum framförum tók í keppni í ár. Í það hafði lengi stefnt en liðið hnykkti svo rækilega á því í tímatökunni í lokamóti ársins, í Abu Dhabi.

Framfarir Sauber mestar

Formúla-1/Sauber | 25. nóvember 2018

Sauberbíllinn á ferð í Abu Dhabi.
Sauberbíllinn á ferð í Abu Dhabi. AFP

Sauber er það  lið sem mestum framförum tók í keppni í ár. Í það hafði lengi stefnt en liðið hnykkti svo rækilega á því í tímatökunni í lokamóti ársins, í Abu Dhabi.

Sauber er það  lið sem mestum framförum tók í keppni í ár. Í það hafði lengi stefnt en liðið hnykkti svo rækilega á því í tímatökunni í lokamóti ársins, í Abu Dhabi.

C37-bíllinn er næstum 2,5 sekúndum fljótari með hringinn í lokamótinu en í fyrra. Munar þar miklu, að í stað þess að fá ársgamlar Ferrarivélar til notkunar í bílum sínum 2017 brúkaði það 2018-vélarnar í ár. 

Framfarirnar hafa þó átt sér stað á fleiri sviðum bílsins og munu þær hafa átt sitt í því að laða Kimi Räikkönen til að keppa fyrir það 2019.

Að meðaltali var Sauberbíllinn 1,9 sekúndum fljótari í ár en í fyrra, þegar öll mót eru talin með. Var það fyrir bragðið fremst í flokki miðjuliðanna.

Í fyrra var Renault framfaramesta liðið en auk Sauber í ár bættu Haas, Red Bull og Force India bíla sína talsvert. Að meðaltali voru bílar Mercedes 1,12 sekúndum fljótari í förum með hringinn en í tímatökum í fyrra. Ferrari gerði ögn betur, bætti sig um 1,19 sekúndur á hring.

Á botninum í þessum samanburði eru tvö rótgróin stórlið, McLaren og Williams. Bættu þau sig minnst. Hið fyrrnefnda var næstum sekúndu fljótari á hring en 2017, en óskilvirkri straumfræði bílsins er kennt um að framfarirnar urðu ekki meiri með Renaultvél undir vélarhlífinni í stað Hondavélar í fyrra.

Williams bætti bíla sína hins vegar um aðeins 0,3 sekúndur að meðaltali í tímatökum. Og reyndin var sú að 2018-bíllinn var hæggengari á átta brautum sem keppt var einnig á 2017.

mbl.is