Williams ræður Kanadamann

Formúla-1/Williams | 6. desember 2018

Williams ræður Kanadamann

Williams hefur ráðið kanadíska ökumanninn Nicholas Latifi sem þriðja ökumann á næsta ári, 2019. Var hann varaökumaður hjá Force India í ár en árin tvö þar á undan var hann sem slíkur í herbúðum Renault.

Williams ræður Kanadamann

Formúla-1/Williams | 6. desember 2018

Nicholas Latifi.
Nicholas Latifi.

Williams hefur ráðið kanadíska ökumanninn Nicholas Latifi sem þriðja ökumann á næsta ári, 2019. Var hann varaökumaður hjá Force India í ár en árin tvö þar á undan var hann sem slíkur í herbúðum Renault.

Williams hefur ráðið kanadíska ökumanninn Nicholas Latifi sem þriðja ökumann á næsta ári, 2019. Var hann varaökumaður hjá Force India í ár en árin tvö þar á undan var hann sem slíkur í herbúðum Renault.

WWilliams mætir með nýtt ökumannspar til keppni á næsta ári því áður hafði verið skýrt frá ráðningu George Russell og Roberts Kubica, sem var þriðji ökumaður liðsins á nýliðinni keppnistíð.

Latifi er sonur eins af nýjum eigendum Force Indialiðsins. Hann varð níundi í stigakeppni ökumanna í formúlu-2 á árinu. Hann mun ferðast með Williams til móta ársins og sinna öðru hverju akstri á föstudagsæfingum.

mbl.is