Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

Uppskriftir | 17. desember 2018

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

 

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

Uppskriftir | 17. desember 2018

Hér gefur að líta saltfiskuppskrift úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar - sem er landsmönnum betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hér fáum við dýrari týpuna af uppskrift þar sem myndband fylgir með. 

Ekki amalegt það enda alltaf gott að sjá hvernig sérfræðingarnir bera sig að.

<strong>Saltfiskur sem slær alltaf í gegn</strong>
  • 1 kg saltfiskur í stykkjum
  • 100 g hveiti
  • 2 tsk. hvítlauksduft
  • 2 tsk. reykt papríkuduft
  • pipar
  • 300 ml jómfrúarolía
  • handfylli svartar ólífur
  • handfylli grænar ólífur
  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 2 msk. steinselja
  • 1 kg kartöflur 
  • 10 hvítlauksrif
  • 100 g smjör
  • 100 ml rjómi
  • sítrónusneið

Aðferð:

<ol> <li>Flysjið og sjóð<span class="highlight">i</span>ð kartöflurnar í söltuðu vatni</li> <li>Maukið hvítlaukinn og blandið saman við soðnar kartöflur</li> <li>Hrærið saman smjöri og rjóma og saltið og piprið</li> <li>Blandið hvítlaukssalti, papríkudufti og pipar saman við hveitið. </li> <li>Veltið fisknum upp úr hveitinu og steikið í heitri olíunni, 3 mínútur á roðhlið<span class="highlight">i</span>nni og 30-60 sekúndur á hinni. </li> <li>Þegar fisknum er snú<span class="highlight">i</span>ð er ólífunum og tómötunum bætt á pönnuna ásamt smátt skorinni steinselju. Raðað á disk og skreytt með sítrónu. </li> </ol>
mbl.is/skjáskot
mbl.is