Þriggja ára gömul indversk stúlka er í lífshættu eftir að hafa verið nauðgað af nágranna fjölskyldunnar í höfuðborg landsins, Deli.
Þriggja ára gömul indversk stúlka er í lífshættu eftir að hafa verið nauðgað af nágranna fjölskyldunnar í höfuðborg landsins, Deli.
Þriggja ára gömul indversk stúlka er í lífshættu eftir að hafa verið nauðgað af nágranna fjölskyldunnar í höfuðborg landsins, Deli.
Nágranninn, fertugur öryggisvörður sem starfaði í byggingunni þar sem barnið býr, hefur verið handtekinn en lögregla fann litlu stúlkuna meðvitundarlausa í gær. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem gerð var á henni aðgerð en ekki er vitað hvort hún lifi af samkvæmt fréttum indverskra fjölmiðla sem segja að ofbeldið sem barnið var fyrir hafi verið hrottalegt.
Í gær voru sex ár síðan ungri konu var nauðgað hrottalega af hópi karla í hópferðabíl í borginni. Málið vakti heimsathygli og kynbundið ofbeldi í landinu var harðlega gagnrýnt af fólki víða um heim.
Það voru íbúar í hverfinu sem fundu manninn sem er sakaður um ofbeldið og réðust á hann. Lögregla fór með hann á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans áður en hann var færður í fangaklefa. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur um brot á lögum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni.
Foreldrar stúlkunnar, sem eru daglaunafólk, voru ekki heima þegar árásin var gerð. Á maðurinn að hafa tælt stúlkuna með sælgæti og rænt henni fyrir utan heimili hennar.