Júlíus í skilorðsbundið fangelsi

Júlíus Vífill Ingvarsson | 18. desember 2018

Júlíus í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, að því er fram kemur á vef Rúv.

Júlíus í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Júlíus Vífill Ingvarsson | 18. desember 2018

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/​Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, að því er fram kemur á vef Rúv.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, að því er fram kemur á vef Rúv.

Héraðssaksóknari ákærði Júlí­us fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa geymt sem nem­ur á bil­inu 131-146 millj­ón­um króna á er­lend­um banka­reikn­ing­um, en hluti fjár­mun­anna var sagður ávinn­ing­ur refsi­verðra brota.

Júlí­us neitaði sök við þing­fest­ingu máls­ins í byrj­un sept­em­ber­.

Í ákæru máls­ins sagði að Júlí­us hefði viður­kennt að fjár­magnið væri tekj­ur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt af þeim út­svar né tekju­skatt. Þá hefði hann neitað að gera nán­ari grein fyr­ir því hvenær tekn­anna var aflað. Vegna þess væri erfitt að finna ná­kvæm­an ávinn­ing hans af meint­um brot­um, en ákæru­valdið taldi ávinn­ing hans á bil­inu 49-57 millj­ón­ir. 

Við aðalmeðferð málsins, sem fór fram 3. desember, fór sak­sókn­ari fór fram á 8-12 mánaða óskil­orðsbund­inn dóm yfir Júlí­usi, sem viður­kenndi að hafa ekki greitt skatta af umboðslaun­um sem komu til vegna viðskipta bif­reiðaum­boðsins Ingvars Helga­son­ar á ár­un­um 1982 til 1993.

Fóru fjár­mun­irn­ir, sem í dag nema um 131-146 millj­ón­um króna, inn á sjóð þar sem hann var rétt­hafi ásamt eig­in­konu sinni og börn­um. Hann sagði brot­in hins veg­ar vera fyrnd og að pen­ingaþvætti ætti ekki við í þessu til­felli.

Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Ekki er búið að birta dóminn á vef héraðsdóms.

mbl.is