Nær ekki endum saman en er í bata

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 18. desember 2018

Nær ekki endum saman en er í bata

„Hef síðan snemma árs 2016 ritað pistla um mig, mín veikindi og ýmislegt sem þeim tengjast. Fengið sterk og mikil viðbrögð sem ég er þakklátur fyrir. Það er fátt yndislegra en að upplifa að geta gefið fólki von með að gefa af minni reynslu,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Nær ekki endum saman en er í bata

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 18. desember 2018

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Hef síðan snemma árs 2016 ritað pistla um mig, mín veikindi og ýmislegt sem þeim tengjast. Fengið sterk og mikil viðbrögð sem ég er þakklátur fyrir. Það er fátt yndislegra en að upplifa að geta gefið fólki von með að gefa af minni reynslu,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

„Hef síðan snemma árs 2016 ritað pistla um mig, mín veikindi og ýmislegt sem þeim tengjast. Fengið sterk og mikil viðbrögð sem ég er þakklátur fyrir. Það er fátt yndislegra en að upplifa að geta gefið fólki von með að gefa af minni reynslu,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Ég nefndi í sumar að ég ætlaði í pásu ef ég upplifði ekki lengur eitt af lykilatriðunum með pistlaskrifunum. Þau eru ekki til að fá persónulega athygli. Ef ég fæ ekkert sjálfur út úr þeim lofaði ég mér að hætta. Það gerðist í sumar. 

Ég hitti góða manneskju um daginn og fór yfir söguna mína. Það hefur alltaf áhrif á mig og ég sé atburði í nýju ljósi. Það er kveikjan að þessum pistli. Ég áttaði mig eftir spjallið hvað ég get verið þakklátur að hafa haldið minni sjálfshjálparvinnu áfram þó ég hafi ekki enn fengið fagleg úrræði við röskuninni Complex Post Traumatic Stress Disorder (CPTSD). Ég ber ábyrgð á mínum bata og þarf að framkvæma sjálfur!

Þess vegna vil ég að loka árinu 2018 með að deila hvað ég hef gert til að ná bata á eigin vegum. Ég er engin hetja né lít stórt á mig. Er venjuleg manneskja sem þráir að eignast gott líf á ný. Það var áfall að vera kippt út úr samfélaginu og takast á við hræðileg veikindi. Þó ég bogni annars lagið þá brotna ég ekki og held áfram. Keppnisskapið heldur mér gangandi og ég kann ekki að gefast upp. 

Ég veikist sumarið 2013 og berst við veikindin undir gríðarlegu álagi í vinnu og á heimili til hausts 2015. Mitt megineinkenni var ofsakvíða- og óttaköst með endurupplifunum á sársauka áfalla úr barnæsku. Sársaukinn var hræðilegur!

Haustið 2015 var staðan að komast ekki úr húsi vegna ofsakvíða- og panikkasta. Einnig útbrunninn á líkama og sál. Taugakerfið í rúst. Varnarkerfið ekkert. Allan veikindatímann hafði ég ekki hugmynd um hvað eða hvort eitthvað væri að! Ég barðist  eins og mér fannst af mér ætlast. Á tímapunkti snemma í september 2015 gafst ég upp. Þú getur ekki ímyndað þér að vera í þeirri stöðu, fyrir utan einkenni veikindanna, að vera orðinn húsnæðislaus, peningalaus, fjármál í óreiðu, bíllaus, og síðasta áfallið af mörgum sumarið 2015 var að ég varð atvinnulaus. Allt sem ég hafði byggt upp í lífinu var farið.  Má líkja þessu við að hafa rankað við sér eftir 2 ára fyllerí og búinn að klúðra öllu. Þá hefði ég getað kennt því um eða sjálfum mér. Nei drakk ekki dropa. Hvað þá?

Segi í dag að það eina sem ég átti eftir, fyrir utan mig og börnin, var auðmýkt. Ég var fyrir löngu hrokafullur og fannst ég vera bestur og mestu í öllu. Það var mín vörn og gríma. Þarna hafði ég ekki orku í að sýna hroka. Aðeins auðmýkt. Hrein og tær. 

Ég stend í þakkarskuld við sálræðing sem tók mig að sér og hjálpaði mér á lappir fyrstu 9 mánuðina. Einn gat ég ekki neitt. Ég áttaði mig á að þó ég teldi mig lífsreyndan mann og ágætlega gáfum gæddur þá vissi ég lítið. Dæmi. Biðja um hjálp? Nei. Lifa í núinu eins og kallað er? Nei. Viðurkenna mistök? Nei. Gangast við tilfinningum mínum? Nei. Vá! Ég upplifði mig sem vanþroska. Var það ekki og hafði fullt af kostum. Að auki snillingur í að lesa út aðstæður og annað fólk og bregðast við samkvæmt því. Það lærði ég illu heilli. 

Til að geta hafið batagönguna varð ég að kyngja öllu stolti og þiggja alla hjálp í boði og ekki síst lifa í augnablikinu. Stórhættulegt að horfa aftur eða fram í tímann. Ég varð í veikindunum aftur sjúklega meðvirkur og með sjúklegan ótta við höfnun. Ég man alltaf fyrsta meðvirknissigurinn minn. Hann skipti sköpum. 

Fyrstu 4-5 mánuðina var verkefnið að ná hugarró og orku. Hætti að horfa á sjónvarp, sækja ákveðna staði, umgangast ákveðið fólk o.fl. Gerði ég mistök? Já. Er ofvirkur og því reyndist þetta mér erfiðara því hvatvísin stýrði mér oft. Lærði alltaf af mistökum.

Dæmigerður dagur í 2 ár var að ég vaknaði með rembihnút af kvíða og ótta í maganum. Svefninn var óreglulegur og ég sífellt að hrökkva upp. Að ná úr mér kvíða- og óttahrollinum tók fyrstu mánuðina vel fram yfir hádegi. Þá fyrst gat ég horfst í augu við daginn. 

Hvað átti ég að gera? Sálfræðingurinn var frábær. Hann setti upp ramma fyrir mig. Það sem ég mátti ekki gera og ætti að forðast. Ég yrði sjálfur að finna leiðir að róa hugann og vinna á móti kvíðanum og óttanum. Kenndi mér aðferðir til að takast á við kvíða en ég yrði að læra að skynja einkennin. Sýna auk þess ábyrgð að ef ég upplifði ólgu í maganum og væri staddur einhvers staðar átti ég strax að fara í burtu. 

Ég hafði í angist veikindanna náð að sefa sársauka með að skrifa og tjá mig líka í ljóðum. Það var ótrúlegt hvernig það hófst. Man ekki eftir því! Ég hélt þessu áfram en hafði takmarkaða orku í að skrifa lengi. Hins vegar frábær tjáning og ég fór strax að skrifa um hvað kom fyrir mig. Löngunin til að ná bata var svo sterk að ég hefði gert allt. Þótti erfitt að í marga mánuði gat ég ekki lesið eða horft lengi á t.d. kvikmyndir. 

Ég hafði gutlað á gítar. Ég man ekki fyrsta morguninn sem ég af rælni greip í gítarinn og byrjaði að glamra. Ég róaðist og hélt áfram. Þetta gerði alla morgna. Náði að gleyma mér og róa hugann og orkukerfið fór í gang. Þegar ég var kominn yfir kvíða- og óttahrollinn fór ég út í náttúruna.

Alltaf verið náttúrubarn. Var á svæði sem ég þekkti. Í fyrstu ferð rambaði ég á stað við sæinn. Ekki fallegur staður, grýttir klettar. Ég settist og upplifði sem ég get aldrei lýst. Gleymdi mér, náði að hugleiða, fékk orku og horfði og hlustaði um leið á hafið. Eins og það talaði við mig. Alltaf ef eitthvað var að brjótast um í mér þá fékk ég þarna hugboðið um hvað ég ætti að gera. Ég fór þarna alla daga í meira en 2 ár. Skipti engu hvernig veðrið var. Í grenjandi rigningu og roki skorðaði ég mér á milli kletta og átti mína stund. Gítarinn og síðar að dútla við að semja tónlist, tjá mig í ljóðum og með skrifum, fara út í náttúruna á minn stað og ganga líka, voru úrræði sem bara komu!

Eftir nokkra mánuði hættu ofsakvíða- og óttaköstin með sárum endurupplifunum en fékk oft kvíða og ótta en gat unnið á móti. Einnig komið í veg fyrir köst. Yndisleg tilfinning að geta það. Orkan mín byggðist upp hægt og bítandi. Ég hef gert mistök og lent í að brenna mig út. Ég gerði margt að auki. M.a. að horfast í augu við mig sem manneskju og fortíðina. Hef ritað punkta sem ég mun nota við að skrifa lífsreynslusöguna mína. 

Ég fræddist um mína röskun eftir að ég komst að þekkingin hér á landi er skammarlega lítil þ.e. á complex áfallastreituröskun. Eftir 9 mánuðina hjá sálfræðingnum fór ég í Virk og var til vors 2018. Þar fékk ég engin úrræði við hæfi. Í starfsgetumati hitti ég sálfræðing frá Lsh. Hún vissi hvað væri að mér og hvar hjálpina væri að fá. Hjá sérfræðingum á geðsviði Lsh. Þetta breytti öllu. Sumarið 2018 varð minn besti tími því ég var í góðu jafnvægi. Laus við Virk sem hafði verið mikill streituvaldur og gat í fyrsta sinn séð ljós framundan og hlakkað til. Kannski á möguleika á að lifa góðu lífi á ný? 

Viðurkenni að það hefur verið erfitt að kljást við alls kyns mótlæti á batagöngunni. Hin ótrúlegustu lífsins verkefni. Verst að hafa ekki fengið fagleg úrræði. Líka að upplifa ef fólk snýr við mér baki en þá berst ég við höfnunarótta. Fullt af fólki sem stendur með mér! 

Núna er ég enn að bíða að komast að hjá Lsh og haustið verið erfitt. Hef fengið bakslög. Það er líka  annað mál í gangi sem er rannsókn á meintu andlegu ofbeldi í minn garð á fyrrverandi vinnustað. Hefur tekið mikið á mig í haust.

Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert. Að ná bata er mikil og erfið vinna. Dreg ekki úr því. Er stoltastur af að hafa haldið minni sjálfshjálp því hún hefur gefið mér mikið. Himinn og haf frá stöðunni nú og í upphafi. Veraldlega hefur ekkert breyst. Hóf batagönguna í herberiskytru út í bæ og geri enn. Næ ekki endum saman á smánarlega lágum endurhæfingarlífeyri. Hef lært að lifa spart. Ekki keypt á mig flík í 3 ár. Ef ég á afgang reyni ég að gera vel við börnin mín. Þeirra velferð skiptir mig öllu í lífinu í dag. Til að geta stutt þau verð ég að gæta minnar heilsu.

Er enn með auðmýktina að vopni því ég bogna stundum. Sýni þá vanmátt og bið um styrk. Til þess þarf kjark og þar en engin skömm í því.

Gleðilega hátíð elsku vinir. 

mbl.is