Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað alls fimm riftunarmál til að fá til baka eignir sem hann telur að hafi verið fluttar úr búinu fyrir gjaldþrotið. Meðal annars erum að ræða lyfjaverslunarkeðjuna Lyf og heilsu. Er keðjan nú í eigu sonar Karls. Greint var frá riftunarmálunum fyrst í Fréttablaðinu í morgun.
Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað alls fimm riftunarmál til að fá til baka eignir sem hann telur að hafi verið fluttar úr búinu fyrir gjaldþrotið. Meðal annars erum að ræða lyfjaverslunarkeðjuna Lyf og heilsu. Er keðjan nú í eigu sonar Karls. Greint var frá riftunarmálunum fyrst í Fréttablaðinu í morgun.
Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað alls fimm riftunarmál til að fá til baka eignir sem hann telur að hafi verið fluttar úr búinu fyrir gjaldþrotið. Meðal annars erum að ræða lyfjaverslunarkeðjuna Lyf og heilsu. Er keðjan nú í eigu sonar Karls. Greint var frá riftunarmálunum fyrst í Fréttablaðinu í morgun.
Riftunarmálin tengjast félaginu Toska, dótturfélaginu Faxa og dótturfélagi Faxa sem heitir Faxar. Rúv greinir frá því að í fyrsta málinu hafi móðurfélagið Toska verið fært yfir til Jón Hilmars Karlssonar, sonar Karls, en greiðslan fyrir félagið nam einni milljón króna. Var leiðréttum ársreikningi með breyttu eignarhaldi fyrir félagið skilað inn daginn eftir að Hæstiréttur dæmdi Karl í fangelsi vegna Milestone-málsins. Í kjölfar þess var Karl ásamt Steingrími bróður sínum og Guðmundi Ólasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Milestone, dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða.
Þá vill þrotabúið einnig rifta færslu á hrossaræktarbúgarðinum Feta og Galtalækjarskógi yfir í félagið Faxa. Rúv greinir frá því að Galtalækjaskógur hafi árið 2007 verið keyptur fyrir 225 milljónir, en þegar eignirnar voru færðar yfir í Faxa var greiðslan ein króna fyrir hvora eign, samtals tvær krónur.
Þá snýr þriðja málið að 1.100 fermeta húsi Karls í Toscana-héraði á Ítalíu og segir Rúv húsið metið á mörg hundruð milljónir króna. Síðustu tvö málin eru sögð öllu minni.