40 drepnir eftir sprengjuárás

Egyptaland | 29. desember 2018

40 drepnir eftir sprengjuárás

Að minnsta kosti þrír víetnamskir ferðamenn og egypskur leiðsögumaður eru látnir og ellefu særðir eftir að vegsprengja sprakk í gær nálægt rútu þeirra skammt frá Gíza-pýramídunum fyrir utan egypsku höfuðborgina Kaíró.

40 drepnir eftir sprengjuárás

Egyptaland | 29. desember 2018

Um borð í rútunni voru 14 víetnamskir ferðamenn og egypskir …
Um borð í rútunni voru 14 víetnamskir ferðamenn og egypskir leiðsögumaður og bílstjóri. AFP

Að minnsta kosti þrír víetnamskir ferðamenn og egypskur leiðsögumaður eru látnir og ellefu særðir eftir að vegsprengja sprakk í gær nálægt rútu þeirra skammt frá Gíza-pýramídunum fyrir utan egypsku höfuðborgina Kaíró.

Að minnsta kosti þrír víetnamskir ferðamenn og egypskur leiðsögumaður eru látnir og ellefu særðir eftir að vegsprengja sprakk í gær nálægt rútu þeirra skammt frá Gíza-pýramídunum fyrir utan egypsku höfuðborgina Kaíró.

Vegsprengjan er fyrsta mannskæða árásin í Egyptalandi þar sem erlendir ferðamenn teljast til fórnalamba í meira en ár. Fjöldi ferðamanna í landinu snarlækkaði eftir uppreisn gegn þáverandi forseta Egypta, Hosni Mubarak, árið 2011. Undanfarna mánuði hefur ferðaþjónustan aftur tekið að sækja í sig veðrið eftir umfangsmikla herferð stjórnvalda gegn hryðjuverkaárásum á ferðamenn.

Nokkuð er um herskáa vígahópa í Kaíró og nágrenni sem hafa gert persónur hlynntar egypskum stjórnvöldum að skotmarki sínu. Stjórnvöld hafa gert baráttu sína við slíka vígahópa að forgangsverkefni sínu í tilraun sinni til að koma á stöðugleika í landinu.

Samkvæmt Al Jazeera-fréttaveitunni tilkynnti innanríkisráðuneyti Egyptalands fyrr í dag að 40 mögulegir skæruliðar hefðu verið drepnir sem andsvar við árásinni í gær eftir að öryggissveitir stjórnvalda gerðu áhlaup á líklega viðverustaði vígahópa. Voru 30 vígamenn drepnir í Gíza snemma í morgun og síðar 10 til viðbótar á Norður-Sínaískaga. 

Segir árásina hryðjuverk

Utanríkisráðherra Víetnam, Pham Binh Minh, sagði í færslu sinni á samfélagsmiðlinum Twitter að hann væri miður sín vegna árásarinnar og að hann hefði farið þess á leit við egypsk stjórnvöld að ættingjum fórnalambanna yrði veitt neyðar-vegabréfsáritun.

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en talsmaður egypska utanríkisráðuneytisins, Ahmed Hafez, sagði hana hryðjuverk. Þá hefur hann fyrirskipað réttarlæknisfræðilega rannsókn á þeim efnum sem notuð voru við gerð sprengjunnar og að allar öryggismyndavélar í nágrenninu verði skoðaðar ítarlega.

Eftir því sem fram kemur á vef CNN var vegsprengjan heimatilbúin og hafði verið falin í múrvegg við El-Maryoutiya Stræti og sprakk þegar rútan ók fram hjá. Alls voru 16 manns um borð í rútunni.

mbl.is