Aðsókn að mótum jókst 2018

Formúla-1/Vettvangur | 31. desember 2018

Aðsókn að mótum jókst 2018

Fleiri keyptu sig inn á formúlu-1 mót í ár en í fyrra. Aukningin nam 2,7% frá 2017.

Aðsókn að mótum jókst 2018

Formúla-1/Vettvangur | 31. desember 2018

Ástríðufullir áhorfendur í stúkum Monza.
Ástríðufullir áhorfendur í stúkum Monza. AFP

Fleiri keyptu sig inn á formúlu-1 mót í ár en í fyrra. Aukningin nam 2,7% frá 2017.

Fleiri keyptu sig inn á formúlu-1 mót í ár en í fyrra. Aukningin nam 2,7% frá 2017.

Alls keyptu4.093.305 sig inn á mótin eða 194.919 að meðaltali á hvert mótanna 20. Hér er um að ræða aðsókn alla mótsdagana þrjá. per race. Árið 2017 borguðu 4.071.400 sig inn á mótin, eða að meðaltali 203.570 á mót.

Sú tala benti til að aðsókn hefði dregist saman 2018 en annað kom í ljós eftir uppfærðar leiðréttingar á aðsókninni 2017 er mótin voru 21.  Segja stjórnvöld formúlunnar aðsóknina 2018 í raun aukist um 7,83% frá 2017.

Tvö mót sneru aftur, franski kappaksturinn og sá þýski. Aðsókn að því fyrrnefnda nam 150.000 manns og 165.000 að þýska mótinu.

Langflestir voru áhorfendur á sjálfum keppnisdeginum voru á breska kappakstrinum í Silverstone, eða 140.500 manns. Meðaltals aðsóknin á sjálfum keppnisdeginum nam 81.093 manns eða 1.702.959 í heild sunnudag allra mótanna.

mbl.is