10 lífsreglur Virgil Abloh

10 lífsreglur | 1. janúar 2019

10 lífsreglur Virgil Abloh

Virgil Abloh er að margra mati einn áhugaverðasti listræni stjórnandi samtímans. Hann er fæddur árið 1980. Er fyrsti blökkumaðurinn sem er listrænn stjórnandi hátískuhúss og hefur þannig brotið blað í sögu þessa iðnaðar sem hefur verið með alls konar þök og hindranir. Hann hefur leitt tískulínu Louis Vuitton frá því í mars á þessu ári. Hann framleiðir einnig tónlist og þeytir skífum. Abloh er menntaður arkitekt. Hann hefur endurskilgreint hátískuna eftir eigin sannfæringu.

10 lífsreglur Virgil Abloh

10 lífsreglur | 1. janúar 2019

Virgil Abloh er yfirhönnuður Louis Vuitton og hefur brotið blað …
Virgil Abloh er yfirhönnuður Louis Vuitton og hefur brotið blað í sögu tískusögunnar fyrir margar sakir. AFP

Virgil Abloh er að margra mati einn áhugaverðasti listræni stjórnandi samtímans. Hann er fæddur árið 1980. Er fyrsti blökkumaðurinn sem er listrænn stjórnandi hátískuhúss og hefur þannig brotið blað í sögu þessa iðnaðar sem hefur verið með alls konar þök og hindranir. Hann hefur leitt tískulínu Louis Vuitton frá því í mars á þessu ári. Hann framleiðir einnig tónlist og þeytir skífum. Abloh er menntaður arkitekt. Hann hefur endurskilgreint hátískuna eftir eigin sannfæringu.

Virgil Abloh er að margra mati einn áhugaverðasti listræni stjórnandi samtímans. Hann er fæddur árið 1980. Er fyrsti blökkumaðurinn sem er listrænn stjórnandi hátískuhúss og hefur þannig brotið blað í sögu þessa iðnaðar sem hefur verið með alls konar þök og hindranir. Hann hefur leitt tískulínu Louis Vuitton frá því í mars á þessu ári. Hann framleiðir einnig tónlist og þeytir skífum. Abloh er menntaður arkitekt. Hann hefur endurskilgreint hátískuna eftir eigin sannfæringu.

Hér verður haldið áfram að skoða hvað þeir sem eru að breyta samtímanum hafa fram að færa. 

Einfaldaðu lífið þitt

„Það er ótrúlega margt sem ég lærði í skóla. Það sem ég hefði viljað vera áminntur um meira, er hversu mikilvægt það er að einfalda hlutina. Ekki flækja hlutina of mikið.

Sem dæmi hugsa ég allt út frá arkitektúr. Það má yfirfæra þá hugsun yfir á allt í lífinu. Ég reyni að nálgast hlutina á einfaldan hátt og að flækja þá ekki of mikið. Ég reyni að koma með eina hugmynd að útfærslu, í staðinn fyrir að koma með sextíu hugmyndir. Ég mæli með því fyrir alla."

Finndu þitt eigið „DNA“

„Þegar við erum börn þá erum við frjáls, óhefluð og skapandi. Þá höfum við smekk fyrir alls konar hlutum og við erum ólík hvort öðru í eðli okkar. Síðan mótumst við af umhverfinu og förum alls konar leiðir í að vera skapandi. Ég er á því að við eigum að tengja í frumeðlið okkar, þetta „DNA“ sem var svo sterkt í okkur í upphafi. Hverjir voru uppáhalds litir okkar í æsku? Hvaða form völdum við? Hvað fannst okkur fyndið? Þetta býr allt enn þá inn í okkur.“

Húmor er mikilvægur

„Við þurfum að muna að vera mannleg og hlæja. Það sem gerir okkur að manneskjum er það að átta okkur á því hvað er skoplegt við okkur og umhverfið. Lífið á að vera skemmtilegt og það er fyndið á köflum.“

3% reglan

„Ég er hættur að reyna að vera fullkominn. Hættur að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður. Ég geri hluti sem mér finnst eiga erindi inn á markaðinn. En ef ég er beðinn um að endurgera eitthvað sem hefur verið gert áður. Sem dæmi ef Nike biður um nýja útfærslu af Jordan-skóm þá breyti ég þeim 3% frá upprunalegu horfi.

Kannski er ég að eldast, kannski að verða latur. En mér finnst þetta álag þegar við setjum okkur á þann stað að við verðum að vera svo sérstök að ekkert annað eins hefur verið gert, mér finnst það þreytandi. Það gerir mig minna skapandi og ég vil vera skapandi. Hugur okkar og hendur segja okkur þegar hlutirnir eru tilbúnir. Sköpun og allt sem við gerum í lífinu, má koma áreynslulaust til og frá okkur.“

Að gera það sem vantar

„Ég er á því að við eigum ekki að vera að búa til hluti að óþörfu. Þurfum við einn nýjan stól? Nýjan fatnað? Ef við nálgumst hönnun út frá þessari hugsun, þá búum við til eitthvað sem skiptir máli. Eitthvað sem á erindi og vantar inn í veröldina.“

 Verkefnið sem kemur þér á kortið

„Maður getur aldrei vitað hvaða verkefni mun koma manni á kortið. Sem dæmi þá ofhugsaði ég ekki hlutina, ég er þar sem ég er núna út af því að ég tók fallega mynd frá endurreisnartímanum og lét prenta hana á peysur. Ég gerði tveggja setninga ljóð á bakið á peysunni og gaf nokkrum vinum mínum. Það var ekkert merkilegra en það. 

Verkefnin sem koma manni á kortið eru ekki endilega hagnýtustu verkefnin eða þau sem eru mest hugsuð.“

Veldu þér fyrirmyndir

„Ég er með fólk á öllum aldri sem ég leita til, eins konar ráðgjafa (e mentor). Allir sem hafa gert eitthvað sem skiptir máli eru með fólk sem þeir gátu leitað til. Fengið hugmyndir frá. 

Ráðgjafarnir mínir eru sumir hverjir ekki lengur á lífi, sumir eru eldri en ég, aðrir eru yngri.“ 

Þú getur nýtt menntun þína á margan hátt

„Þótt þú sért arkitekt er ekkert sem hindrar þig í að vera hönnuður. Þótt þú sért kokkur, getur þú hannað húsgögn. Við þurfum að gefa okkur leyfi til að vera listamenn eða í raun og veru það sem okkur langar að gera. 

Við þurfum ekki leyfi frá samfélaginu til að gera hluti sem heilla okkur.“ 

Fyrir hvern?

„Ég kann að meta að gera hluti sem fellur í kramið hjá þeim sem er mjög djúpt þenkjandi en einnig þann sem hefur litla þekkingu á viðfangsefninu. Ef maður getur gert kvikmynd, fatnað eða vörur fyrir fólk og það talar á mismunandi hátt til þeirra er það kostur að mínu mati.“

 Að gera það sem maður elskar

„Ég þarf að ferðast mikið og ég vinn mikið. Vinna róar mig. Ég kann að meta það sem ég geri og geri því mikið af því. Þess vegna er mikilvægt að vera að gera það sem maður elskar.“

mbl.is