Vettel vill hraðskreiðari bíl

Formúla-1/Ferrari | 4. janúar 2019

Vettel vill hraðskreiðari bíl

Sebastian Vettel er á því að Ferrari verði að smíða hraðskreiðari bíl - betri heildarpakka en í fyrra - ætli það sér að eiga möguleika á heimsmeistaratitlum formúlu-1 í ár.

Vettel vill hraðskreiðari bíl

Formúla-1/Ferrari | 4. janúar 2019

Sebastian Vettel í lokamótinu 2018, í Abu Dhabi.
Sebastian Vettel í lokamótinu 2018, í Abu Dhabi. AFP

Sebastian Vettel er á því að Ferrari verði að smíða hraðskreiðari bíl - betri heildarpakka en í fyrra - ætli það sér að eiga möguleika á heimsmeistaratitlum formúlu-1 í ár.

Sebastian Vettel er á því að Ferrari verði að smíða hraðskreiðari bíl - betri heildarpakka en í fyrra - ætli það sér að eiga möguleika á heimsmeistaratitlum formúlu-1 í ár.

Annað árið í röð háði Ferrari einvígi við Mercedes vertíðina 2018 út í gegn en dalaði undir lok vertíðar og missti af titlum bæði árin.

Vettel tókst  misvel upp íi keppni og gerði sér lífið erfitt fyrir með snarsnúningi í Monza, Suzuka og Austin. Liðinu urðu einnig á taktísk mistök og tókst ekki að bæta bílinn eftir því sem á keppnistíðina leið. Fór svo að Lewis Hamilton hafði unnið titil ökumanna í Mexíkó, þegar enn voru tvö mót eftir.

Bíll Ferrari var tvímælalaust öflugri 2018 en 2017. Vettel segir að engu síður verði liðið að ná góðri bætingu úr bílnum í ár eigi það að geta glímt um titlana af krafti í ár allt fram á síðasta hring síðasta móts ársins.

„Við þurfum öflugri pakka. Við fengum góð tækifæri og vorum öflugir í sumum mótanna en áttum líka slæma daga þar sem við vorum ekki nógu hraðskreiðir. Ég held að það sé bílhraðinn sem ræður úrslitum og mér finnst okkur hafa skort aðeins á í þeim efnum. Við erum að vinna mjög stíft að því að gera bílinn betri, hvötin til þess og áhugi á að klára,dæmið er fyrir hendi,“ segir Vettel.


 

mbl.is