Bíltjónið kostaði 312 milljónir

Formúla-1/Toro Rosso | 5. janúar 2019

Bíltjónið kostaði 312 milljónir

Það kostar sitt að klessa bíla í keppninni í formúlu-1. Þanig varð til dæmis Toro Rosso liðið að punga út á þriðju milljón evra, um 312 milljónir íslenskra króna - við endurnýjun tjónaðra bíla.

Bíltjónið kostaði 312 milljónir

Formúla-1/Toro Rosso | 5. janúar 2019

Nýsjálendingurin Brendon Hartley hjá Toro Rosso tjónaði bíl sinn oft …
Nýsjálendingurin Brendon Hartley hjá Toro Rosso tjónaði bíl sinn oft á vertíðinni 2018. AFP

Það kostar sitt að klessa bíla í keppninni í formúlu-1. Þanig varð til dæmis Toro Rosso liðið að punga út á þriðju milljón evra, um 312 milljónir íslenskra króna - við endurnýjun tjónaðra bíla.

Það kostar sitt að klessa bíla í keppninni í formúlu-1. Þanig varð til dæmis Toro Rosso liðið að punga út á þriðju milljón evra, um 312 milljónir íslenskra króna - við endurnýjun tjónaðra bíla.

Ökumenn Toro Rosso, dótturliðs Red Bull, komu hvað eftir annað við sögu óhappa. Hörðustu skellina hlutu Brendon Hartley í Montreal og Silverstone, og Pierre Gasly í Barcelona. Bestu úrslitin fyrir liðið var fjórða sæti Gasly í Barein.

Hartley hlaut einnig harðan skell á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Barcelona í Monza dró bíllinn ekki inn að fyrstu beygju vegna bíltjóns í ræsingunni.

Liðsstjórinn Frank Tost segir í  uppgjöri fyrir nýliðið ár, að Toro Rosso hafi átt bæði góða daga og slæma 2018. Úrslitin hafi verið blendin vegna mikilla og kostnaðarsama tjóna. „Við vorum mjög góðir í nokkrum mótum. Hæst ber fjórða sæti Gasly í Barein og hann stóð sig einnig vel með sjötta sæti í Mónakó og Búdapest. 

En við lentum oft í árekstrum og þeir einir og sér kostuðu okkur 2,3 milljónir evra í viðgerðir og varahluti,“ segir Tost. Nefnir hann harðan árekstur Gasly og Romain Grosjean í Barcelona og árekstur Gasly og Esteban Ocon á heimavelli beggja í Paul Ricard brautinni í Frakklandi.

Síðan fylgdu harðir skellir Lance Stroll og Hartley í Montreal og mikið tjón á bíl Hartley í  Silverstone er hann skall harkalega á vegg eftir að fjöðrun brotnaði.

mbl.is