Hamilton besti ökumaðurinn

Formúla-1/Vettvangur | 5. janúar 2019

Hamilton besti ökumaðurinn

Lewis Hamiltoner besti ökumaður ársins 2018 að mati keppinauta hans í formúlu-1.

Hamilton besti ökumaðurinn

Formúla-1/Vettvangur | 5. janúar 2019

Lewis Hamilton fagnar sigri í lokamóti ársins, í Abu Dhabi.
Lewis Hamilton fagnar sigri í lokamóti ársins, í Abu Dhabi. AFP

Lewis Hamiltoner besti ökumaður ársins 2018 að mati keppinauta hans í formúlu-1.

Lewis Hamiltoner besti ökumaður ársins 2018 að mati keppinauta hans í formúlu-1.

Allir 20 ökumenn formúlunnar voru beðnir að raða upp 10 helstu keppinautum sínum. Máttu þeir hafa sjálfan sig þar á meðal.

Hvernig hver og einn kaus fæst ekki upp gefið og heldur ekki hversu mörg atkvæði hver og einn hlaut. Þegar atkvæði höfðu verið talin tróndi Hamilton í efsta sæti, en á vertíðinni vann hann heimsmeistaratitil ökumanna fimmta sinni.

Vann hann í leiðinni ellefu mót á árinu og komst á verðlaunapall í öllum mótunum nema fjórum.

Max Verstappen varð í öðru sæti en eftir brösuga daga framan af sýndi hann mikinn styrk seinni helming keppnistíðarinnar. Hann komst sjö sinnum á pall og vann eitt mót.

Fernando Alonso varð í þriðja sæti á lokatíð sinni í formúlu-1, fjórði varð Sebastian Vettel, Daniel Ricciardo fimmti, Charles Leclerc sjötti, Pierre Gasly sjöundi, Nico Hülkenberg áttundi, Kimi Räikkönen níundi og tíundi Sergio Perez.

mbl.is