7 ráð til að verða hraustari 2019

Anna Eiríksdóttir | 7. janúar 2019

7 ráð til að verða hraustari 2019

Anna Eiríksdóttir leikfimidrottning gefur hér 7 ráð sem ættu að nýtast fólki sem vill setja heilsuna í forgang 2019. 

7 ráð til að verða hraustari 2019

Anna Eiríksdóttir | 7. janúar 2019

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu rekur vefinn www.annaeiriks.is.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu rekur vefinn www.annaeiriks.is. Ljósmynd/Saga Sig

Anna Eiríksdóttir leikfimidrottning gefur hér 7 ráð sem ættu að nýtast fólki sem vill setja heilsuna í forgang 2019. 

Anna Eiríksdóttir leikfimidrottning gefur hér 7 ráð sem ættu að nýtast fólki sem vill setja heilsuna í forgang 2019. 

1. Settu þér markmið - það hjálpar að halda þér á beinu brautinni. 

2. Prófaðu eitthvað nýtt - hvernig væri að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt á þessu ári? 

3. Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda. Annars gefst maður upp. 

4. Finndu þér æfingafélaga eða hóp - það er svo hvetjandi og skemmtilegt að æfa með öðrum. 

5. Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.

6. Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.

7. Njóttu þess að vera til - lífið er núna! 

mbl.is