Red Bull stjórinn Christian Horner tekur ekki undir réttmæti þess að gjörbreyta framvæng keppnisbílanna fyrir komandi keppnistíð. Segir hann flýtinn í því efni hafa verið of mikinn.
Red Bull stjórinn Christian Horner tekur ekki undir réttmæti þess að gjörbreyta framvæng keppnisbílanna fyrir komandi keppnistíð. Segir hann flýtinn í því efni hafa verið of mikinn.
Red Bull stjórinn Christian Horner tekur ekki undir réttmæti þess að gjörbreyta framvæng keppnisbílanna fyrir komandi keppnistíð. Segir hann flýtinn í því efni hafa verið of mikinn.
Færri einingar verða í nýja vængnum en breytingin er liður í frekari aðgerðum til að breyta straumfræði bílanna í þeirri von að bæta megi keppnina í formúlu-1.
Var reglunum breytt vegna kvartana yfir aukinni iðustreymi aftur úr keppnisbílunum. Hefur aukningin gert ökumönnum erfitt að fylgja bílnum á undan gegnum beygjur. Ástæða aukningar á loftröskun aftur úr bílum er rakin til breytinga sem gerðar voru á tæknireglum 2017 og áttu að auka á vængpressu þeirra.
Nýjasta breytingin var ákveðin eftir að tilraunir í rannsóknum bentu til að draga mætti úr iðustreyminu með breytingu á vængnum. Horner lagðist gegn breytingunni á vettvangi formúlunnar og harmar að bæði Mercedes og Ferrari skyldu hafa mælt með þeim.
„Þegar horft er til baka held ég að öll liðin taki undir það, að þetta sé ekki rétti tíminn til þessara breytinga. En við skulum bíða og sjá hvernig fyrstu fjögur til fimm mót vertíðarinnar leggjast. Við getum dæmt um réttmætið þá,“ segir Horner.
Takmark breytinganna er að þétta hóp keppnisbílanna á kappakstursbrautum. Horner telur að það muni ekki gerast, þvert á móti bilið milli bíla aukist allan hringinn.