Lágkolvetna lúxus lax með spicy rauðkáls hrásalati

Uppskriftir | 7. janúar 2019

Lágkolvetna lúxus lax með spicy rauðkáls hrásalati

Það er ekki úr vegi að byrja vikuna á þessum líka dásemdarrétti sem er jafnframt svo einfaldur að leikskólabarn gæti gert hann með bundið fyrir augun. Eða því sem næst. 

Lágkolvetna lúxus lax með spicy rauðkáls hrásalati

Uppskriftir | 7. janúar 2019

Það er ekki úr vegi að byrja vikuna á þessum líka dásemdarrétti sem er jafnframt svo einfaldur að leikskólabarn gæti gert hann með bundið fyrir augun. Eða því sem næst. 

Það er ekki úr vegi að byrja vikuna á þessum líka dásemdarrétti sem er jafnframt svo einfaldur að leikskólabarn gæti gert hann með bundið fyrir augun. Eða því sem næst. 

Rétturinn kemur úr smiðju Einn, tveir og elda og myndbandið segir allt sem segja þarf um hvurslags gourmet-snarl er hér á ferðinni.

LKL Lax með spicy rauðkáls hrásalati fyrir tvo

  • 400 g laxaflök, roð- og beinlaus 
  • 300 g rauðkál
  • 100 g gulrætur
  • 200 g majónes
  • 1 msk sriracha chilisósa 
  • 1 tsk paprikuduft 
  • 1 tsk timian 
  • ½ tskhvítlauksalt 
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Saxið rauðkálið í strimla og rífið gulrótina niður með rifjárni eða saxið fínt. Blandið saman rauðkálinu, gulrótunum, majónesinu og chilisósuna í skál og setjið í kæli.
  2. Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu og steikið laxinn á roðhliðinni í 2-4 mínútur. Færið hann síðan í eldfast mót og bakið við 180°c og blástur í um það bil 10-15 mínútur eða þar til fulleldaður.
  3. Berið laxinn fram á hrásalatsbeði, skerið sítrónuna í tvennt og kreistið sítrónusafa yfir laxinn eftir smekk.
mbl.is/Einn, tveir & elda
mbl.is