Mercedesstjórinn Toto Wolff segir að Valtteri Bottas verði að keppa af sama getustigi og Lewis Hamilton á 2019-vertíðinni til að tryggja sér áframhaldandi sæti hjá silfurörvunum 2020.
Mercedesstjórinn Toto Wolff segir að Valtteri Bottas verði að keppa af sama getustigi og Lewis Hamilton á 2019-vertíðinni til að tryggja sér áframhaldandi sæti hjá silfurörvunum 2020.
Mercedesstjórinn Toto Wolff segir að Valtteri Bottas verði að keppa af sama getustigi og Lewis Hamilton á 2019-vertíðinni til að tryggja sér áframhaldandi sæti hjá silfurörvunum 2020.
Bottast stóð Hamilton talsvert að baki á liðnu ári, 2018, en það var annað árið í röð sem hann keppir fyrir Mercedes. Mistókst honum að vinna mót í fyrra, eftir að hafa staðið tvisvar á efsta þrepi verðlaunapallsins 2017. Komst hann þó nokkrum sinnum í tæri við sigursætið en dalaði á endanum og féll niður í fimmta sæti í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Á sama tíma sigldi Hamiltons til sigurs í titilslagnum.
Bottas lauk árinu með 161 stigi færra enHamilton og segirWolff að finnski ökumaðurinn verði að standa sig betur í ár. Hann verður undir smásjánni því á hliðarlínunni bíður hinn mikilsmetni franski ökumaðurEstebanOcon sem hefur verið í hópi ungra og efnilegra ökumanna undir verndarvængMercedes.
„Valtteri veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera í ár. Hann verður að yfirstíga alla óheppnina og keppa af sömu getu og Lewis. Það verður hann að gera vegna 2020, það veit hann og hann hefur alla burði til þess. Bæti Lewis sig þarf Valtteri að gera það líka,“ segir Wolff.
Wolff hefur trú á að Bottas geti glímt af alvöru við Hamilton og lagt hann að velli en það verði ó ekki hlaupið að því. „Lewis er betri en nokkru sinni undanfarin sex ár og það er ástæða fyrir því að hann er fimmfaldur heimsmeistari. Að leggja að velli fimmfaldana meistara í sínu besta formi verður afar erfitt viðfangsefni og það gerir Valtteri sér ljóst. En ég held hann hafi það í sér að geta það.“