Coldrock fær ekki álit EFTA

Gjaldeyrishöft | 10. janúar 2019

Coldrock fær ekki álit EFTA í aflandskrónumáli

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að afla ætti álits EFTA-dómstólsins hvort maltneska félaginu Coldrock væri heimilt að ráðstafa tæplega 445 milljóna aflandskróna eign sinni í íslenskum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn hafði áður hafnað þeirri beiðni, en héraðsdómur taldi að afla ætti álits í málinu og athuga hvort ákvörðunin samræmdist EES-samningnum um frjálsa fjármagnsflutninga.

Coldrock fær ekki álit EFTA í aflandskrónumáli

Gjaldeyrishöft | 10. janúar 2019

Deilt var um ákvörðun Seðlabankans að hafna Coldrock um að …
Deilt var um ákvörðun Seðlabankans að hafna Coldrock um að ráðstafa aflandskrónueign sinni til að fjárfesta í þremur íslenskum fasteignafélögum. Vildi Coldrock fá álit EFTA á málinu og hafði héraðsdómur áður samþykkt það. Landsréttur sneri ákvörðuninni hins vegar við. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að afla ætti álits EFTA-dómstólsins hvort maltneska félaginu Coldrock væri heimilt að ráðstafa tæplega 445 milljóna aflandskróna eign sinni í íslenskum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn hafði áður hafnað þeirri beiðni, en héraðsdómur taldi að afla ætti álits í málinu og athuga hvort ákvörðunin samræmdist EES-samningnum um frjálsa fjármagnsflutninga.

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að afla ætti álits EFTA-dómstólsins hvort maltneska félaginu Coldrock væri heimilt að ráðstafa tæplega 445 milljóna aflandskróna eign sinni í íslenskum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn hafði áður hafnað þeirri beiðni, en héraðsdómur taldi að afla ætti álits í málinu og athuga hvort ákvörðunin samræmdist EES-samningnum um frjálsa fjármagnsflutninga.

Coldrock fór fram á að höft á aflandskrónueignir félagsins væru afnumdar að fullu, meðal annars vegna þess að höftin væru andstæð meðalhófsreglu. Var meðal annars vísað til efnahagsástandsins hér á landi.

Í úrskurði héraðsdóms kom fram að nota átti fjárhæðina til að fjárfesta í þremur íslenskum fasteignafélögum.

Taldi héraðsdómur að leita mætti álits varðandi heimildir til að veita undanþágur frá takmörkunum á fjármagnshreyfingum, meðal annars með hliðsjón af því hvenær viðkomandi eignaðist aflandskrónurnar. Landsréttur sagði lög um meðferð krónueigna hins vegar vera skýr og að lögunum yrði ekki hliðrað. Því væri úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi.

Félagið Coldrock er í eigu systkinanna Gunnars Þórs Gíslasonar, Guðnýjar Eddu Gísladóttur, Halldórs Páls Gíslasonar og Eggerts Árna Gíslasonar, en þau eru meðal annars eigendur að innflutningsfyrirtækinu Mata og matvælafyrirtækjunum Síld og fiski og Matfugli. Þá eiga þau í gegnum Coldrock einnig hlut í Bílanausti, en í gær var greint frá gjaldþroti félagsins.

mbl.is