Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

„Ég las eftirfarandi texta á mynd (á ensku). 

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 16. janúar 2019

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Ég las eftirfarandi texta á mynd (á ensku). 

„Ég las eftirfarandi texta á mynd (á ensku). 

I just want to say thank you to the few people in my life who have listened without judgement and loved me without condition. You are so special to me!

Þetta fékk mig til að láta hugann reika til baka. Eftirfarandi pistill varð til úr þessum hugrenningum,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Það eru ekki margir sem ég hef getað treyst fyrir mér og ekkert óeðlilegt við það. Manneskjur sem hafa hjálpað mér af hugulsemi og kærleik. Fólk sem aldrei dæmir mig, þykir vænt um mig en þorir að segja sína skoðun við mig. Speglar mig eins og ég er hverju sinni.

Ég hef oft nefnt að ég hef kynnst fleira fólki sl. 3 ár en allt mitt líf. Bæði orðið málkunnugur eða í gegnum rafræn samskipti og þá í tengslum við opinber skrif mín. Þeir skipta hundruðum. 

Nú langar mig að segja þér smá sögu sem tengist niðurlagi pistilsins. Settu þig aðeins í mín spor. Er alinn upp við meðvirkni og sjúklegan ótta við höfnun. Það er nístandi sár tilfinning. 

Mér tókst eftir brölt að komast á beina braut í lífinu fyrir rúmlega 20 árum síðan. Menntaði mig, vann við mitt fag og lifði hversdagslegu fjölskyldulífi. Í mörg ár upplifði ég ekki óeðlilegan kvíða eða ótta enda með auknum árangri í lífi og starfi eykst sjálfsvirðingin.

Þótt ég sjái í dag að þessir „djöflar“ fortíðarinar voru oft að reyna að plaga mig þá tókst mér að halda þeim niðri. Sé líka að ég hafði miklu meira fyrir verkefnum lífsins en ég hefði þurft. Fannst það samt eðlilegt því ég vissi ekki betur.

Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu. Þetta var hálfsúrrealískt. Ég tók að mér verkefni og setti mig í aðstæður sem hélt áður ég myndi aldrei þora að gera. Ögraði mér út á fjallsbrún.

Dæmi:

Koma inn í fyrirtæki og eiga að stýra og vinna að endurbótum á verklagi og skipulagi. Í nánum tengslum við stjórnendur og starfsfólk. Ég réð mig tvisvar til stórra alþjóðlegra fyrirtækja til að fá enn meiri áskorun. Var á meðan á ferð og flugi um allan heim. Vann nótt sem nýtan dag.

Þetta er ekki fyrir alla. Þú setur þig í skotlínu. Það er pottþétt að hluti starfsmanna vill ekki breytingar og vinnur á móti þér. Stjórnendur síðan misslappir að styðja við bakið. Ég var oft sundurtættur á sálinni eftir vinnudaginn. En hélt áfram. Ég skal! Keppnisskapið á fullu. Og mér tókst. Upplifði smá kikk þá en svo búið. Engin verðlaun. Stundum varð ég sár yfir að fá ekki meiri athygli eða viðurkenningu. Af hverju? Af því mér fannst ég hafði lagt mikið á mig. Hmmm.....minnir það eitthvað á meðvirka drenginn í barnæsku? Sé ég nú.

Þetta var dæmigerður hringur á mínum starfsferli. Guð minn góður hvað ég lærði af reynslunni. Ég varð ofsaklár í að koma inn í fyrirtæki og stofnanir og skynja andrúmsloftið. Finna út skæruliðana eins og ég kallaði þá sem voru á móti öllu. Hvar ætli ég hafi lært grunninn að þessu? Jú í barnæsku við að skynja andrúmsloft á heimilinu og hvort óveður var í aðsigi. 

Þetta sé ég í dag en ekki þá. Ég vann og lifði lífinu eins og hélt að ætti að gera það. Taldi mig líða vel og hafði það alltaf ágætt. Nóg fyrir mig og mitt fólk.

Er ég horfi til baka þá gat þessi ofsahraði á mér og álag ekki annað en endað með ósköpum. Sem það og gerði sumarið 2013.

Sumarið 2013 varð harkalegur árekstur er sársauki áfalla úr æsku braust út og gerði mig fárveikan af complex áfallastreituröskun. Hef oft sagt frá. Barðist eins og karlmönnum sæmir (kaldhæðni) í tvö ár þangað til að ég hafði misst allt úr höndunum og var ekki aðeins kulnaður á líkama og sál heldur frosinn. Varð að engu. Ekki meira um það nú.

Ég tók dæmi úr vinnunni minni af ásettu ráði því ég fór að hugsa um hver ástæðan gæti verið að ég kynnist mörgu fólki en þau kynni vara stutt. En um leið hvernig sú uppgötvun er að hjálpa mér!

Mitt vandamál frá barnæsku er að eiga erfitt með að tengjast fólki tilfinningaböndum. Ekki endilega í ástarsambandi heldur sem vinir. Af ótta við að verða já hafnað. Þó að ég hafi ekki upplifað þetta sterkt í mörg herrans ár og verið mjög extrovert týpa, þá passaði ég að tengjast ekki of mikið. Ómeðvitað.

Þó að ég fái mikið út úr því að gefa þá er það slítandi. Hef oft kynnst fólki sem ég segi frá minni reynslu eða skrifa. Svo bara ekki söguna meir. Ég upplifði stundum höfnun. Þurfti á öllum mínum meðvirknisbjarghringjum að halda til að ganga ekki of langt í að heimta skýringar! Hálfskondið. Ég hugsaði að þetta hefur líka verið á hinn veginn. Ég var og er alltaf að reyna að geta átt samskipti um sameiginlega reynslu sem er ómetanleg sjálfshjálp. Upplifa samkennd.

Ég ákvað að hugsa hver gæti verið ástæðan fyrir að mér gengur brösulega að viðhalda tengslum við fólk. 

Það er ekkert okkar englar í samskiptum. Ég setti mig í spor þeirra sem mér finnst hafa bara horfið án þess að segja bless. Ég get skilið það.  Fólk á erfitt með að útskýra líklega af ótta við að særa ekki. Kannski sleit það samskiptum áður en ég gerði það?

Af því ég get skynjað fólk auðveldlega þá fæ ég hugboð hvort samskipti gangi upp.  Þá verð ég að hlýða hugboðinu. En...það hefur verið minn akkilesarhæll.

Ég upplifi sama óttann að vilja ekki særa. Hvað á að gera? Það er heiðarlegast að útskýra eins vel og hægt er án særinda. Vissulega getur fólk særst en ég held að þögnin særi meira. Koma því vel á framfæri að þetta sé ekki persónulegt.

Við að hugsa um þetta áttaði ég mig á hvernig allt fólk sem ég hef hitt hefur hjálpað mér. Öll kynni við fólk er tækifæri að læra hvernig manneskja ég vil vera og kenna mér um lífið og tilveruna.

Fyrir það er ég þakklátur. Ég get ekki ætlast til að öllum líki vel við mig og öfugt. Ég er þakklátur fyrir að vera loksins búinn að skilja að þó að samskipti á milli fólks gangi ekki snýst það ekki um að fólk sé slæmar persónur.

Ég mótaðist af kvíða, ótta, meðvirkni og höfnunarótta í barnæsku sem hefur haft mótandi áhrif á allt mitt lífshlaup.

Ekki langt síðan ég áttaði mig á þessu og vinn í að læra að losna við eða halda þessum djöflum niðri. 

Ég hugsa ekki illa til neins. Við erum öll manneskjur sem ég trúi að geri sitt besta til að koma vel fram við annað fólk. Stundum gengur það ekki vel. 

Það hafa allir gefir mér tækifæri að hjálpa sjálfum mér í að bæta mig sem manneskju.

You are all special to me. Það er niðurstaða þessara hugrenninga.

mbl.is