Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi.
Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi.
Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi.
Hvað á fólk á ketó að borða á þorrablótum?
„Þorramatur hentar ketó bara alveg ágætlega, allt feitt kjöt í lagi, sviða- og svínasultur einnig og svo auðvitað harðfiskur með smjöri. Það sem er ekki ketó vænt er flatbrauðið og rúgbrauðið, laufabrauðið og svo mögulega ekki slátrið ef það er mjöl í því,“ segir Gunnar Már.
Er einhver þorramatur hollur?
„Allt sem inniheldur fitu er ketó vænt svo hollt í ketó þýðir fituríkur matur, prótein eins og kjöt og fiskur er líka nauðsynlegt svo það vantar auðvitað allt grænmeti í þorramatinn sem er líka nauðsynlegur hluti af ketó og veitir okkur trefjar og fullt af næringarefnum. Þorramatur er því ekki fullkominn ketó matur en algerlega hægt að njóta hans,“ segir hann.
Hvað myndir þú borða á þorrablóti?
„Ég myndi borða allt feitt kjöt og líklega strauja allan þann harðfisk og smjör sem ég sæi. Ég myndi svo mæla með því við alla þorrakokka landsins að bjóða líka upp á ósykraða blómkálsstöppu í stað rófustöppunar. Bara að sjóða blómkál, þerra það og skella í matvinnsluvél með góðri klípu af smjöri og vel af grófu salti og enginn sykur að sjálfsögðu. Frábær með sviðasultunni.“
Ferðu oft á þorrablót?
„Ég hef nokkrum sinnum farið á þorrablót Stjörnunnar og líkað vel.“
Hvað er svona skemmtilegt við þau?
„Það er auðvitað félagsskapurinn og svo þessi þjóðlega stemming sem skapast með matnum og skemmtiatriðunum. Menn eru hvergi hressari en á þorrablótum, það er alveg á hreinu.“