Renaultliðið hefur birt á heimasíðu sinni fyrstu myndirnar af Daniel Ricciardo sem kominn er til liðsins frá Red Bull.
Renaultliðið hefur birt á heimasíðu sinni fyrstu myndirnar af Daniel Ricciardo sem kominn er til liðsins frá Red Bull.
Renaultliðið hefur birt á heimasíðu sinni fyrstu myndirnar af Daniel Ricciardo sem kominn er til liðsins frá Red Bull.
Framtíð Ricciardo í formúlunni var meðal mála mannanna. Helst var hann orðaður við Ferrari en hann stöðvaði síðan allar vangaveltur með því að tilkynna síðla sumars að hann hefði ráðið sig til Renault.
Hann sagðist hafa þurft á alveg nýrri áskorun að halda enda leið honum sem hann stæði ekki jafnfætis Max Verstappen hjá Red Bull. Harðlega var mótmælt af hálfu liðsins að svo hefði verið.