Oprah Winfrey er að mati margra brautryðjandi á sínu sviði. Hún stýrir sínu eigin fjölmiðlaveldi, gefur út tímarit, framleiðir sjónvarpsefni og svo mætti lengi áfram telja.
Oprah Winfrey er að mati margra brautryðjandi á sínu sviði. Hún stýrir sínu eigin fjölmiðlaveldi, gefur út tímarit, framleiðir sjónvarpsefni og svo mætti lengi áfram telja.
Oprah Winfrey er að mati margra brautryðjandi á sínu sviði. Hún stýrir sínu eigin fjölmiðlaveldi, gefur út tímarit, framleiðir sjónvarpsefni og svo mætti lengi áfram telja.
Móðir Winfrey var einstæð móðir sem átti lítið á milli handanna. Winfrey varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn. Hún fæddi andvana barn einungis fjórtán ára að aldri en fór að vinna fyrir sér ung með skóla.
Hún er á því að mesta hugrekki sem nokkur getur sýnt sé að vinna sig úr fortíðinni. Hún hvetur fólk til að óttast ekki óttann sjálfan. Að lifa draumalífinu, en hafa þolinmæði fyrir því að góðir hlutir gerast hægt.
Hér verður haldið áfram að skoða hvað þeir sem eru að breyta samtímanum hafa fram að færa.
Þú verður að þekkja þitt virði
„Þegar þú berð ekki virðingu fyrir því sem þú gerir, þá mun heimurinn vanmeta hver þú ert. Stattu með þér og taktu afstöðu í lífinu. Gerðu það sem er rétt hverju sinni og gerðu þitt besta. Finndu þinn eigin æðri mátt og settu kærleika inn í það sem þú gerir á hverjum degi.
Ef þú gerir þitt besta þessa stundina, þá muntu vera tilbúin fyrir næstu stund í lífinu.“
Sýndu þakklæti
„Ef þú ert þakklát/þakklátur fyrir það sem þú hefur muntu fá meira af því sem þú átt. Ef þú setur athyglina á það sem þú átt ekki muntu aldrei eiga nóg.“
Breyttu reynslunni í þekkingu
„Við förum öll í gegnum okkar verkefni í lífinu. Verkefnin okkar eru misjöfn, en við getum alltaf ákveðið hvernig verkefnin okkar skilgreina okkur. Ef þú horfir á það sem hefur sært þig og getur öðlast skilning á því snýrðu sárum þínum í þekkingu. Þú ert ekki það sem hefur komið fyrir þig, heldur hvernig þú hefur unnið þig út úr málunum.“
Þú getur öðlast allt í lífinu
„Lífið er fullt af tækifærum. Ef þú setur þér markmið og vinnur að þeim daglega getur þú öðlast allt sem þig langar til í lífinu. Mundu bara að við getum ekki fengið allt sem okkur langar í strax. Þolinmæði, fókus og vinna kemur okkur, einn dag í einu, í átt að því lífi sem við viljum lifa.“
Lifðu heiðarlega
„Að vera heiðarlegur/heiðarleg er fyrir okkur. Raunverulegt æðruleysi sýnum við þegar við gerum það sem er rétt í þessu lífi, án þess að spá í hvort fólk fylgist með því sem við erum að gera. Ekki vera einungis heiðarlegur þegar aðrir sjá til. Þú veist hvað er rétt að gera í þessu lífi. Gerðu það.“
Vertu frjáls
„Það sem þú óttast mest hefur ekkert vald yfir þér nema að þú leyfir því að gera það. Óttinn er það sem hefur vald yfir þér. Ef þú horfist í augu við sannleikann muntu verða frjáls.“
Veldu þér vini
„Við höfum frelsi til að velja okkur vini. Vertu í kringum fólk sem langar til að þér gangi vel. Heilbrigt fólk sem tekur þátt í því að koma þér áfram. Ekki vera með fólk í kringum þig sem þú ögrar. Fólk sem setur þig niður af því það býr ekki yfir hugrekki þínu og á sér ekki sömu drauma og þú átt.“
Fyrirgefðu öðrum
„Þó að þú fyrirgefir einhverjum er ekki þar með sagt að þú þurfir að halda áfram að umgangast fólk sem hefur sært þig. Raunveruleg fyrirgefning að mínu mati er þegar maður getur þakkað fólki fyrir reynsluna, sett því mörk og haldið áfram.“
Finndu trú
„Þú verður sjaldnast það sem þig langar í þessu lífi, heldur frekar það sem þú trúir. Passaðu upp á að finna þitt æðra í þessu lífi. Finndu þér hugmyndakerfi sem þú getur ástundað reglulega. Þegar lífið fellir þig og þú þarft að finna leið til að standa upp og halda áfram er nauðsynlegt að eiga kærleiksríkt afl sem hjálpar þér áfram.“
Sýndu hugrekki
„Við sýnum hugrekki þegar við höfum kjark til að stíga út úr sögunni okkar, fortíðinni og finnum okkur leið til að lifa drauminn okkar. Það er raunverulegt hugrekki og þannig finnum við tilganginn okkar í lífinu. Ekki leyfa öðru fólki að skilgreina þig. Þú veist hver þú ert. Þú veist hvað þig dreymir um. Finndu leið til að lifa drauminn daglega og hafðu þolinmæði til að öðlast það sem þig langar.“