„Geysilegur árangur“ hafi náðst

„Geysilegur árangur“ hafi náðst

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „geysilegur árangur“ hafi náðst í viðræðum Bandaríkjanna og Kína um fyrirkomulag viðskipta á milli ríkjanna, nú þegar mánuður er eftir af þeim tíma sem stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu Kínverjum til þess að komast að samkomulagi.

„Geysilegur árangur“ hafi náðst

Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína | 31. janúar 2019

Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.
Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „geysilegur árangur“ hafi náðst í viðræðum Bandaríkjanna og Kína um fyrirkomulag viðskipta á milli ríkjanna, nú þegar mánuður er eftir af þeim tíma sem stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu Kínverjum til þess að komast að samkomulagi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „geysilegur árangur“ hafi náðst í viðræðum Bandaríkjanna og Kína um fyrirkomulag viðskipta á milli ríkjanna, nú þegar mánuður er eftir af þeim tíma sem stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu Kínverjum til þess að komast að samkomulagi.

Sendinefnd frá Kína hefur verið í Washington á fundum undanfarna tvo daga. Í bréfi frá Xi Jinping forseta Kína, sem sendinefndarmaður las upp á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, sagði að forsetinn teldi samband þjóðanna á mikilvægu stigi og hann vonaðist til þess að áfram yrði unnið með gagnkvæmri virðingu.

Bandaríkjamenn hafa gefið Kínverjum frest til 1. mars til þess að komast að samkomulagi, en Bandaríkjastjórn fer fram á að Kínverjar láti af „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ og hugverkaþjófnaði.

Trump sagði samband ríkjanna tveggja vera „mjög, mjög gott“, en náist ekki samkomulag verða þeir innflutningstollar, sem Bandaríkjastjórn hefur þegar lagt á kínverskar vörur að andvirði 200 milljóna Bandaríkjadala, hækkaðir úr 10% upp í 25%.

mbl.is