Liðsstjóri Haas, Günther Steiner, er á því að keppnishelgarnar í formúlu-1 séu of langar og stytta beri kappaksturinn. Er það meðal hugmynda sem eigendafélag formúlunnar, Liberty Media, er með til skoðunar.
Liðsstjóri Haas, Günther Steiner, er á því að keppnishelgarnar í formúlu-1 séu of langar og stytta beri kappaksturinn. Er það meðal hugmynda sem eigendafélag formúlunnar, Liberty Media, er með til skoðunar.
Liðsstjóri Haas, Günther Steiner, er á því að keppnishelgarnar í formúlu-1 séu of langar og stytta beri kappaksturinn. Er það meðal hugmynda sem eigendafélag formúlunnar, Liberty Media, er með til skoðunar.
Allir vilja gera formúlu-1 meira spennandi og skemmtilegri en verið hefur um árabil. Gildandi fyrirkomulag er þann veg að formúluhelgi hefst á tveimur 90 mínútna æfingum á föstudegi. Tekur síðan 60 mínútna æfing við að laugardagsmorgni og tímataka eftir hádegi þann dag. Kappaksturinn sjálfur fer svo fram á sunnudeginum og stendur langleiðina í tvær stundir.
Liberty skoðar líka möguleika á því að fjölga mótum en Steiner er ekki ginnkeyptur fyrir þeirri hugmynd og heldur ekki forsvarsmenn annarra liða. „Ég held afar erfitt verði að keppa 23 sinnum og oftar. Ég held menn ættu að skoða í staðinn að stytta helgarnar niður í tvo daga með því að sleppa föstudagsæfingunum,“ segir Steiner.Á mótaskrá ársins eru 21 mót og hafa þau aldrei verið fleiri. Jafnmörg mót fóru fram 2016 og 2018. Nýtt mót bætist við á næsta ári, 2020, í Víetnam.